Eins og að kaupa dóp Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 18:30 Hallgrímur Helgason: "Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Vísir/GVA „Ég þekkti ekkert til verka Guðrúnar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur spurður hvernig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrúnar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir forsíðuna. Hann segir áhugann á verkum hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungumál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefnin eru klassísk; ástir, sorgir, innilokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnitmiðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guðrúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífurlega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk hennar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér orginal-útgáfuna sagðist verða á hvítum sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurnar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdalabarn er góð.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég þekkti ekkert til verka Guðrúnar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur spurður hvernig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrúnar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir forsíðuna. Hann segir áhugann á verkum hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungumál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefnin eru klassísk; ástir, sorgir, innilokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnitmiðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guðrúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífurlega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk hennar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér orginal-útgáfuna sagðist verða á hvítum sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurnar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdalabarn er góð.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira