Birting í New Yorker ætti að opna dyr Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:00 Andri Már Hagalín. "Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis.“ Vísir/GVA Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“ Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira