Erlent yfirbragð hryðjuverkamanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. júlí 2014 07:00 Norski vefmiðillinn Verdens Gang sagði frá því í gær að aðrar reglur giltu um útlendinga en innfædda Norðmenn þegar kæmi að landamæraeftirliti, en lögreglan hafði þá hert mjög allt eftirlit á flugvöllum eftir að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar þar í landi var hækkað. Og þetta aukna eftirlit virtist beinast að fólki með „erlent yfirbragð“, samkvæmt frétt Verdens Gang. Í fréttinni var sagt frá því að blaðamaður Verdens Gang hefði fengið sent myndband sem sýndi lögregluna sigta út ferðalanga með „erlent yfirbragð“. Rætt var við mann sem sagðist hafa orðið vitni að slíku framferði lögreglunnar. Talsmaður lögreglunnar neitaði hins vegar að hún veldi fólk til að fylgjast með eftir útliti. Hann viðurkenndi þó að samspil þjóðernis og hvaðan farþegarnir koma væri notað til þess að finna út hverjum ætti að fylgjast sérstaklega með. Nú er erfitt að sitja hér heima á Íslandi og segja lögreglumönnum í Noregi hvernig eigi að vinna vinnuna sína. Þeir eru örugglega undir miklu álagi og geta eflaust rökstutt vinnulag sitt með einhvers konar rökum. En einhvern veginn getur maður ekki annað en hugsað þrjú ár aftur í tímann, þegar hræðileg hryðjuverkaárás var gerð á norskan almenning. Og þar var ekki að verki útlendingur heldur Norðmaður í húð og hár sem var á móti útlendingum. Maður sem gat ekki sætt sig við að mannlegt samfélag þróast. Maður sem gat ekki sætt sig við að búa í sátt og samlyndi við fólk af ólíkum uppruna. Ef þetta eru vinnubrögð lögreglunnar í Noregi núna virðist boðskapur Breiviks hafa komist til skila. Svo virðist sem okkur mannfólkinu þyki auðveldara að benda á einhvern sem er ólíkur okkur sjálfum, ef okkur vantar sökudólga. Við virðumst eiga auðveldara með að búa til skúrka úr útlendingum en okkur sjálfum. Umburðarlyndið virðist vera meira í orði en á borði. „Burtu með fordóma,“ sungum við Íslendingar í Eurovision í vor, en nokkrum vikum seinna var stór hópur af fólki tilbúinn að taka lóð af Félagi múslima. Enginn á að þurfa að líða fyrir hvaðan hann kemur, hvernig hann lítur út eða hverju hann trúir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Norski vefmiðillinn Verdens Gang sagði frá því í gær að aðrar reglur giltu um útlendinga en innfædda Norðmenn þegar kæmi að landamæraeftirliti, en lögreglan hafði þá hert mjög allt eftirlit á flugvöllum eftir að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar þar í landi var hækkað. Og þetta aukna eftirlit virtist beinast að fólki með „erlent yfirbragð“, samkvæmt frétt Verdens Gang. Í fréttinni var sagt frá því að blaðamaður Verdens Gang hefði fengið sent myndband sem sýndi lögregluna sigta út ferðalanga með „erlent yfirbragð“. Rætt var við mann sem sagðist hafa orðið vitni að slíku framferði lögreglunnar. Talsmaður lögreglunnar neitaði hins vegar að hún veldi fólk til að fylgjast með eftir útliti. Hann viðurkenndi þó að samspil þjóðernis og hvaðan farþegarnir koma væri notað til þess að finna út hverjum ætti að fylgjast sérstaklega með. Nú er erfitt að sitja hér heima á Íslandi og segja lögreglumönnum í Noregi hvernig eigi að vinna vinnuna sína. Þeir eru örugglega undir miklu álagi og geta eflaust rökstutt vinnulag sitt með einhvers konar rökum. En einhvern veginn getur maður ekki annað en hugsað þrjú ár aftur í tímann, þegar hræðileg hryðjuverkaárás var gerð á norskan almenning. Og þar var ekki að verki útlendingur heldur Norðmaður í húð og hár sem var á móti útlendingum. Maður sem gat ekki sætt sig við að mannlegt samfélag þróast. Maður sem gat ekki sætt sig við að búa í sátt og samlyndi við fólk af ólíkum uppruna. Ef þetta eru vinnubrögð lögreglunnar í Noregi núna virðist boðskapur Breiviks hafa komist til skila. Svo virðist sem okkur mannfólkinu þyki auðveldara að benda á einhvern sem er ólíkur okkur sjálfum, ef okkur vantar sökudólga. Við virðumst eiga auðveldara með að búa til skúrka úr útlendingum en okkur sjálfum. Umburðarlyndið virðist vera meira í orði en á borði. „Burtu með fordóma,“ sungum við Íslendingar í Eurovision í vor, en nokkrum vikum seinna var stór hópur af fólki tilbúinn að taka lóð af Félagi múslima. Enginn á að þurfa að líða fyrir hvaðan hann kemur, hvernig hann lítur út eða hverju hann trúir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun