Eru álfar kannski hommar? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 11:00 Særún Lísa Birgisdóttir: "Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær.“ Vísir/Valli Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“ Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira