Aldrei að vita hvað gerist á sviðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 12:00 „Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um dagskrá tónleikanna sem hún heldur í Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi lög fyrir áhorfendur áður og hlakka mikið til.“ Mr. Silla er nafnið sem Silla notar þegar hún kemur fram ein en hún segir það ekki hafa neina karllæga merkingu. „Þetta er bara gælunafn sem vinur minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir mörgum árum og það festist við mig þannig að ég ákvað að nota það sem listamannsnafn.“ Auk sólóferilsins kemur Silla fram með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar þannig að hún hefur nóg að gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og hefur unnið töluvert við myndlist, en segir tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum samræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta skiptist töluvert á.“ Myndlistarkonan skín í gegn í búningum Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið upp úr í gegnum tíðina, en hún sé reyndar ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“ Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um dagskrá tónleikanna sem hún heldur í Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi lög fyrir áhorfendur áður og hlakka mikið til.“ Mr. Silla er nafnið sem Silla notar þegar hún kemur fram ein en hún segir það ekki hafa neina karllæga merkingu. „Þetta er bara gælunafn sem vinur minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir mörgum árum og það festist við mig þannig að ég ákvað að nota það sem listamannsnafn.“ Auk sólóferilsins kemur Silla fram með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar þannig að hún hefur nóg að gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og hefur unnið töluvert við myndlist, en segir tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum samræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta skiptist töluvert á.“ Myndlistarkonan skín í gegn í búningum Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið upp úr í gegnum tíðina, en hún sé reyndar ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“
Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira