Tónlist sem hreif konungshirðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2014 16:30 Brice Sailly, Arnbjörg Stefánsdóttir og Mathurin Matharel mynda Corpo di Strumenti. Mynd/Úr einkasafni „Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira