Tónleikar á sérstökum stöðum Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júlí 2014 13:00 ,,Þetta er bara svona lítil og væn folk-tónlistarhátíð sem var haldin fyrst 2012 en hefur verið að stækka smátt og smátt síðan,‘‘ segir Elín Ólafsdóttir, ein skipuleggjenda Baunagrassins á Bíldudal sem fer fram í þriðja sinn um helgina á Vestfjörðum. ,,Þegar við getum ekki verið úti þá höfum við verið að halda tónleikana á dálítið sérstökum stöðum sem eru ekki þessir týpísku tónleikastaðir,‘‘ segir Elín. ,,Eins og á fyrstu hátíðinni þá vorum við með pramma úti á sjó og siglt með tónlistarmennina út á prammann og til baka.‘‘ Í fyrra fóru tónleikarnir fram í frystihúsinu Arnarlaxi og að sögn Elínar fóru þeir svo vel fram að þar verða laugardagstónleikar aftur í ár. ,,Þar spila Skúli Mennski, Markús and the Diversion Sessions, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnars úr Fjallabræðrum, þetta er bara skemmtileg folk-tónlist,‘‘ segir Elín en einnig verða tónleikar í Skrímslasafninu á Bíldudal á föstudeginum og er það Hafdís Huld sem kemur fram þar. ,,Hérna fyrir innan er síðan Selárdalur og mjög skemmtilegar slóðir að heimsækja og skoða,‘‘ segir Elín og mælir eindregið með því að fólk geri sér ferð um umhverfið í kringum Bíldudal. ,,Þarna bjó Gísli á Uppsölum, þarna er listasafn Samúels Jónssonar og síðan eru náttúrulaugar og ýmislegt skemmtilegt sem hægt er að gera,‘‘ segir Elín. ,,Fólk getur mætt á hátíðina sem er náttúrulega frítt fyrir alla og síðan kíkt í Selárdalinn að skoða list og njóta náttúrunnar.‘‘ Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
,,Þetta er bara svona lítil og væn folk-tónlistarhátíð sem var haldin fyrst 2012 en hefur verið að stækka smátt og smátt síðan,‘‘ segir Elín Ólafsdóttir, ein skipuleggjenda Baunagrassins á Bíldudal sem fer fram í þriðja sinn um helgina á Vestfjörðum. ,,Þegar við getum ekki verið úti þá höfum við verið að halda tónleikana á dálítið sérstökum stöðum sem eru ekki þessir týpísku tónleikastaðir,‘‘ segir Elín. ,,Eins og á fyrstu hátíðinni þá vorum við með pramma úti á sjó og siglt með tónlistarmennina út á prammann og til baka.‘‘ Í fyrra fóru tónleikarnir fram í frystihúsinu Arnarlaxi og að sögn Elínar fóru þeir svo vel fram að þar verða laugardagstónleikar aftur í ár. ,,Þar spila Skúli Mennski, Markús and the Diversion Sessions, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnars úr Fjallabræðrum, þetta er bara skemmtileg folk-tónlist,‘‘ segir Elín en einnig verða tónleikar í Skrímslasafninu á Bíldudal á föstudeginum og er það Hafdís Huld sem kemur fram þar. ,,Hérna fyrir innan er síðan Selárdalur og mjög skemmtilegar slóðir að heimsækja og skoða,‘‘ segir Elín og mælir eindregið með því að fólk geri sér ferð um umhverfið í kringum Bíldudal. ,,Þarna bjó Gísli á Uppsölum, þarna er listasafn Samúels Jónssonar og síðan eru náttúrulaugar og ýmislegt skemmtilegt sem hægt er að gera,‘‘ segir Elín. ,,Fólk getur mætt á hátíðina sem er náttúrulega frítt fyrir alla og síðan kíkt í Selárdalinn að skoða list og njóta náttúrunnar.‘‘
Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira