Voces Thules og Bach-sveitin í Skálholti 17. júlí 2014 12:00 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur einleik með Bachsveitinni. Voces Thules hefur þriðju viku Sumartónleika í Skálholti með tónleikum í kvöld klukkan 20. Á tónleikunum verður sungið á 12. og 13. aldar íslensku og latínu. Í tilefni af upphafi Skálholtshátíðar verður m.a. prósan Innocentem te servavit sungin til heiðurs Þorláki Þórhallssyni biskupi í Skálholti á 12. öld. Að þessu sinni verður þessi þekktasti söngur úr Þorlákstíðum í fjölradda útfærslu. Spuni verður ríkjandi á tónleikunum, en hann var jafn eðlilegur hluti af tónlistariðkun á miðöldum og nú, þó svo að kirkjufeður gerðu annað slagið tilraun til að koma í veg fyrir hann. Annað kvöld er það Bachsveitin í Skálholti sem kemur fram á Sumartónleikum klukkan 20 og einnig á laugardaginn, 19. júlí, klukkan 16 og 21. Leiðari sveitarinnar er Peter Spissky en einleikarar með Bachsveitinni að þessu sinni verða Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Dagskráin sem leikin er á föstudagskvöld verður endurtekin á laugardagskvöld og verður þar hinn ítalski barokkstíll ráðandi. Þá verða m.a. aríur eftir Händel og sinfóníur eftir Vivaldi á dagskrá. Á laugardaginn klukkan 16 gefst svo tónleikagestum tækifæri á því að upplifa samruna hins ítalska stíls og þess franska, en á barokktímanum var oft rifist um hvor stíllinn væri betri. Þessi blandaði stíll er nú á dögum oft kallaður þýskur stíll. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Lully, Telemann og Muffat. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Voces Thules hefur þriðju viku Sumartónleika í Skálholti með tónleikum í kvöld klukkan 20. Á tónleikunum verður sungið á 12. og 13. aldar íslensku og latínu. Í tilefni af upphafi Skálholtshátíðar verður m.a. prósan Innocentem te servavit sungin til heiðurs Þorláki Þórhallssyni biskupi í Skálholti á 12. öld. Að þessu sinni verður þessi þekktasti söngur úr Þorlákstíðum í fjölradda útfærslu. Spuni verður ríkjandi á tónleikunum, en hann var jafn eðlilegur hluti af tónlistariðkun á miðöldum og nú, þó svo að kirkjufeður gerðu annað slagið tilraun til að koma í veg fyrir hann. Annað kvöld er það Bachsveitin í Skálholti sem kemur fram á Sumartónleikum klukkan 20 og einnig á laugardaginn, 19. júlí, klukkan 16 og 21. Leiðari sveitarinnar er Peter Spissky en einleikarar með Bachsveitinni að þessu sinni verða Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Dagskráin sem leikin er á föstudagskvöld verður endurtekin á laugardagskvöld og verður þar hinn ítalski barokkstíll ráðandi. Þá verða m.a. aríur eftir Händel og sinfóníur eftir Vivaldi á dagskrá. Á laugardaginn klukkan 16 gefst svo tónleikagestum tækifæri á því að upplifa samruna hins ítalska stíls og þess franska, en á barokktímanum var oft rifist um hvor stíllinn væri betri. Þessi blandaði stíll er nú á dögum oft kallaður þýskur stíll. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Lully, Telemann og Muffat.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira