Vill fleiri íslenska leikara í Hollywood-mynd Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 09:00 Margrét undirbýr nú tökur á Terra Infirma. Hér er hún með eiginmanni sínum, Jóni Óttari. „Það er mikill fengur fyrir teymi Terra Infirma að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur gert nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum og er mjög virtur í bransanum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Hún vinnur nú að kvikmyndinni Terra Infirma en nýlega bættist framleiðandinn Donald Ranvaud í framleiðsluteymið. Hann hefur áralanga reynslu í kvikmyndabransanum og hefur verið í hlutverki meðframleiðanda í myndum á borð við hinar Óskarstilnefndu City of God og The Constant Gardener. Að sögn Margrétar er myndin fullfjármögnuð og undirbúningur fyrir tökur í fullum gangi. Þá segir hún stutt í að aðalleikari verði tilkynntur en staðfestir leikarar í myndinni eru meðal annars Connie Nielsen, Tom Berenger og íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Aðspurð hvort fleiri íslenskir leikarar fái hlutverk í myndinni segist hún vona það. „Vonandi verður óskað eftir starfskröftum fleiri Íslendinga í myndinni. Það verður þannig ef ég fæ að ráða enda mikið af stórkostlega hæfileikaríku fólki.“ Terra Infirma er spennutryllir en í henni ákveður náttúran að refsa mannkyninu fyrir illa meðferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir teymi Terra Infirma að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur gert nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum og er mjög virtur í bransanum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Hún vinnur nú að kvikmyndinni Terra Infirma en nýlega bættist framleiðandinn Donald Ranvaud í framleiðsluteymið. Hann hefur áralanga reynslu í kvikmyndabransanum og hefur verið í hlutverki meðframleiðanda í myndum á borð við hinar Óskarstilnefndu City of God og The Constant Gardener. Að sögn Margrétar er myndin fullfjármögnuð og undirbúningur fyrir tökur í fullum gangi. Þá segir hún stutt í að aðalleikari verði tilkynntur en staðfestir leikarar í myndinni eru meðal annars Connie Nielsen, Tom Berenger og íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Aðspurð hvort fleiri íslenskir leikarar fái hlutverk í myndinni segist hún vona það. „Vonandi verður óskað eftir starfskröftum fleiri Íslendinga í myndinni. Það verður þannig ef ég fæ að ráða enda mikið af stórkostlega hæfileikaríku fólki.“ Terra Infirma er spennutryllir en í henni ákveður náttúran að refsa mannkyninu fyrir illa meðferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira