Sýna í Ólafsdal, útihúsum og eyðibýlum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:30 "Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar,“ segir Sólveig. Fréttablaðið/Daníel Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í hlöðunni í Ytri-Fagradal. „Það er svolítið öðruvísi að skoða myndlist þegar maður er úti í náttúrunni en í borginni. Maður er öðru vísi innstilltur, opinn fyrir umhverfinu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona í samtali um sýninguna Dalir og hólar sem er í byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta eru afskaplega fallegar sveitir, Dalirnir og Reykhólasveitin og það er ágætt að hægja aðeins á ferðinni þar, enda margt að sjá,“ bætir hún við. Sýningin er á átta stöðum og hefur verið vel sótt af heimafólki og þeim sem eiga leið hjá, að sögn Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverjir sem leggja leið sína hingað gagngert til að skoða hana og fara í þetta ferðalag. Það er nú hugmyndin að draga fólk í ferðalag. Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar svo það er alveg dagsferð að fara um hana alla.“Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.Dalir og hólar er haldin í fimmta sinn í sumar. Þema hennar er Litur. Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon eiga þar verk og Sólveig er sýningarstjóri ásamt Þóru Sigurðardóttur. Þær fóru með listamennina um svæðið snemma vors. Allir sýna þeir í gamla landbúnaðarskólanum í Ólafsdal og dreifa sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-Fagradal, sem bændur höfðu notað fyrir gamla bíla og eyðibýli verða að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem er gamall verslunarstaður, er listaverk á hreyfiás og tekur mið af því að vindurinn blæs þar um. Sólveig segir samstarf við land-og húsaeigendur hafa verið mjög gott. „Dalir og hólar er komin með ákveðinn sess og þó hún sé á sama svæði ár eftir ár er hún á mismunandi stöðum nema hvað Ólafsdalur er fastur punktur.“ Sýningin stendur til 10. ágúst. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í hlöðunni í Ytri-Fagradal. „Það er svolítið öðruvísi að skoða myndlist þegar maður er úti í náttúrunni en í borginni. Maður er öðru vísi innstilltur, opinn fyrir umhverfinu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona í samtali um sýninguna Dalir og hólar sem er í byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta eru afskaplega fallegar sveitir, Dalirnir og Reykhólasveitin og það er ágætt að hægja aðeins á ferðinni þar, enda margt að sjá,“ bætir hún við. Sýningin er á átta stöðum og hefur verið vel sótt af heimafólki og þeim sem eiga leið hjá, að sögn Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverjir sem leggja leið sína hingað gagngert til að skoða hana og fara í þetta ferðalag. Það er nú hugmyndin að draga fólk í ferðalag. Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega hundrað kílómetrar svo það er alveg dagsferð að fara um hana alla.“Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.Dalir og hólar er haldin í fimmta sinn í sumar. Þema hennar er Litur. Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon eiga þar verk og Sólveig er sýningarstjóri ásamt Þóru Sigurðardóttur. Þær fóru með listamennina um svæðið snemma vors. Allir sýna þeir í gamla landbúnaðarskólanum í Ólafsdal og dreifa sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-Fagradal, sem bændur höfðu notað fyrir gamla bíla og eyðibýli verða að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem er gamall verslunarstaður, er listaverk á hreyfiás og tekur mið af því að vindurinn blæs þar um. Sólveig segir samstarf við land-og húsaeigendur hafa verið mjög gott. „Dalir og hólar er komin með ákveðinn sess og þó hún sé á sama svæði ár eftir ár er hún á mismunandi stöðum nema hvað Ólafsdalur er fastur punktur.“ Sýningin stendur til 10. ágúst.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira