Safnar fyrir Djáknanum á Myrká Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 10:00 Sandra ætlar ekki að láta staðar numið við Djáknann á Myrká. Næst ætlar hún að teikna Búkollu. „Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira