Óli Geir sendir frá sér lag í fyrsta sinn 10. júlí 2014 09:00 Óli Geir er með mörg járn í eldinum, gefur út tónlist og bókar hljómsveitir. mynd/jón óskar Óli Geir er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hann er að gefa út sitt fyrsta lag og hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. Einnig sér hann um að bóka hljómsveitir fyrir hátíð í Keflavík. „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafnamaðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkurnætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki vera í líkingu við Keflavík Music Festival sem haldin var í fyrra en Óli Geir var einn af skipuleggjendum hennar. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir þó að aðrir aðilar komi að Keflavíkurnóttum. „Ég vona bara að Keflavíkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna mikið í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tónlistarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdimarsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég er samt ekki að fara að gefa út plötu á næstunni.“ Hann stefnir helst á að gefa út á erlendum markaði. „Ég stefni fyrst á Evrópumarkað en er einnig að vinna efni með íslenskum listamönnum og er til dæmis að vinna með Frikka Dór,“ útskýrir Óli Geir. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Óli Geir er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hann er að gefa út sitt fyrsta lag og hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. Einnig sér hann um að bóka hljómsveitir fyrir hátíð í Keflavík. „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafnamaðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkurnætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki vera í líkingu við Keflavík Music Festival sem haldin var í fyrra en Óli Geir var einn af skipuleggjendum hennar. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir þó að aðrir aðilar komi að Keflavíkurnóttum. „Ég vona bara að Keflavíkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna mikið í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tónlistarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdimarsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég er samt ekki að fara að gefa út plötu á næstunni.“ Hann stefnir helst á að gefa út á erlendum markaði. „Ég stefni fyrst á Evrópumarkað en er einnig að vinna efni með íslenskum listamönnum og er til dæmis að vinna með Frikka Dór,“ útskýrir Óli Geir.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira