Óli Geir sendir frá sér lag í fyrsta sinn 10. júlí 2014 09:00 Óli Geir er með mörg járn í eldinum, gefur út tónlist og bókar hljómsveitir. mynd/jón óskar Óli Geir er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hann er að gefa út sitt fyrsta lag og hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. Einnig sér hann um að bóka hljómsveitir fyrir hátíð í Keflavík. „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafnamaðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkurnætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki vera í líkingu við Keflavík Music Festival sem haldin var í fyrra en Óli Geir var einn af skipuleggjendum hennar. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir þó að aðrir aðilar komi að Keflavíkurnóttum. „Ég vona bara að Keflavíkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna mikið í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tónlistarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdimarsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég er samt ekki að fara að gefa út plötu á næstunni.“ Hann stefnir helst á að gefa út á erlendum markaði. „Ég stefni fyrst á Evrópumarkað en er einnig að vinna efni með íslenskum listamönnum og er til dæmis að vinna með Frikka Dór,“ útskýrir Óli Geir. Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Óli Geir er með mörg járn í eldinum þessa dagana, hann er að gefa út sitt fyrsta lag og hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. Einnig sér hann um að bóka hljómsveitir fyrir hátíð í Keflavík. „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafnamaðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkurnætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki vera í líkingu við Keflavík Music Festival sem haldin var í fyrra en Óli Geir var einn af skipuleggjendum hennar. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir þó að aðrir aðilar komi að Keflavíkurnóttum. „Ég vona bara að Keflavíkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna mikið í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tónlistarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdimarsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég er samt ekki að fara að gefa út plötu á næstunni.“ Hann stefnir helst á að gefa út á erlendum markaði. „Ég stefni fyrst á Evrópumarkað en er einnig að vinna efni með íslenskum listamönnum og er til dæmis að vinna með Frikka Dór,“ útskýrir Óli Geir.
Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira