Shakespeare's Globe Theatre sýnir í Hörpu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júlí 2014 12:30 Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sama gildir um önnur hlutverk í sýningunni. Mynd/Helena Miscioscia Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Hamlet og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringlunni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shakespeare's Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýningarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverkum. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buckhurst, leikmyndin er eftir Jonathan Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlistina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýningarnar í anda þess sem leikhópur Shakespeare‘s sjálfs er talinn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Globe-leikhússins, á heimasíðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorfenda voru alltaf stór hluti af verkum Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eldborgarsalnum þann 23. júlí klukkan 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespearesglobe.com. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Hamlet og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringlunni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shakespeare's Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýningarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverkum. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buckhurst, leikmyndin er eftir Jonathan Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlistina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýningarnar í anda þess sem leikhópur Shakespeare‘s sjálfs er talinn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Globe-leikhússins, á heimasíðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorfenda voru alltaf stór hluti af verkum Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eldborgarsalnum þann 23. júlí klukkan 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespearesglobe.com.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira