Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2014 11:00 Hafsteinn leikstýrði á annan veg sem endurgerð var í Hollywood sem Prince Avalanche. Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira