Fegra Breiðholtið með list Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 11:00 Álftahólar 4-6: Þessi mynd eftir Erró mun án efa setja svip á blokkina í breiðholti. Myndlistarmaðurinn Erró hefur samþykkt að gefa Reykjavíkurborg höfundarverk sitt en borgarráð hefur samþykkt að setja upp tvær veggmyndir eftir Erró í efra Breiðholti. Annars vegar er um að ræða á bogadreginn vegg íþróttahússins við Austurberg, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og hins vegar á vesturgafl íbúðablokkarinnar við Álftahóla 4 – 6. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það er mjög góð reynsla af verkum sem þessum erlendis og svo er þetta náttúrlega risastórt verk. En Erró hefur alltaf verið mjög rausnarlegur listamaður þegar Reykjavíkurborg er annars vegar og nota ég tækifærið og þakka honum fyrir það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Austurberg: Þessi bogadregni veggur við íþróttahúsið í Austurbergi á eftir að vekja athygli.Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykjavíkurborg og Listasafni Reykjavíkur rausnarskap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu og víða um heim. Veggmyndir hans prýða merkar byggingar í mörgum borgum og hafa mikið aðdráttarafl og aukið umhverfisgæði þar sem þær hafa verið settar upp. Áætlað er að kostnaður vegna framleiðslu og uppsetningar verði um 38,8 m.kr. og er það Listasafn Reykjavíkur sem hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd verksins. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Erró hefur samþykkt að gefa Reykjavíkurborg höfundarverk sitt en borgarráð hefur samþykkt að setja upp tvær veggmyndir eftir Erró í efra Breiðholti. Annars vegar er um að ræða á bogadreginn vegg íþróttahússins við Austurberg, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og hins vegar á vesturgafl íbúðablokkarinnar við Álftahóla 4 – 6. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það er mjög góð reynsla af verkum sem þessum erlendis og svo er þetta náttúrlega risastórt verk. En Erró hefur alltaf verið mjög rausnarlegur listamaður þegar Reykjavíkurborg er annars vegar og nota ég tækifærið og þakka honum fyrir það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Austurberg: Þessi bogadregni veggur við íþróttahúsið í Austurbergi á eftir að vekja athygli.Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykjavíkurborg og Listasafni Reykjavíkur rausnarskap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu og víða um heim. Veggmyndir hans prýða merkar byggingar í mörgum borgum og hafa mikið aðdráttarafl og aukið umhverfisgæði þar sem þær hafa verið settar upp. Áætlað er að kostnaður vegna framleiðslu og uppsetningar verði um 38,8 m.kr. og er það Listasafn Reykjavíkur sem hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd verksins.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira