Endurspeglar fjölbreytileika Asparfells Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 10:30 Listakonan Sara Riel er ánægð með nýjustu veggmynd sína Fjöður sem verður afhjúpuð í dag en verkið er 17metra hátt. F25040714 Vísir/Arnþór „Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira