Stendur á bak við rísandi rappstjörnu Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júlí 2014 09:00 Upptökustjórinn Benedikt Steinar Benediktsson, eða Benni Ben býr í New York. Vísir/Daníel Hinn fimmtán ára gamli rappari Chris Miles er bandarískur og hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, enda skrifaði hann nýverið undir stærðarinnar útgáfusamning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi, Warner/Chappell. Það er þó ekki frásögufærandi nema að á bak við þennan hæfileikapilt er íslenskur maður að nafni Benedikt Steinar Benediktsson, betur þekktur sem Benni Ben. „Ég ásamt þremur bandarískum félögum mínum er með fyrirtækið T3 Music Group og við uppgötvuðum Miles árið 2012 og gerðum samning við hann. Það má alveg segja að hann sér nokkurs konar Justin Bieber rappsins því hann semur tónlist eins og enginn annar,“ segir Benni Ben spurður út í upphaf samstarfsins. Benni fór í nám til Flórída árið 2009 í upptökufræðum og kynntist þar félögum sínum sem stofnuðu svo með honum fyrirtækið T3 Music Group. „Við vissum strax að þarna væri virkilega hæfileikaríkur piltur á ferðinni og eftir stuttan tíma fóru stærri fyrirtæki að sýna honum áhuga og varð svo stærðarinnar samningur að veruleika núna í maí,“ bætir Benni við. Hann starfar nú sem upptökustjóri Miles, ásamt öðrum bandarískum félaga sínum en hinir tveir starfa sem umboðsmenn rapparans unga. „Við í T3 Music Group skiptum þessu á milli okkar.“Chris Miles er rísandi rappstjarna.Mynd/EinkasafnBenni hefur þó einnig fengið félaga sína í upptöku- og pródúserateyminu Redd Lights til þess að vinna með Miles. „Þeir eru með þeim stærstu og bestu heima og ég vildi fá þá út, því þeir eru það góðir að þeir eiga að vera úti,“ segir Benni. Piltarnir í Redd Lights dvöldu þó úti í New York í vetur, þar sem Benni býr, og unnu með Miles. „Þeir voru úti hjá mér í vetur og unnu mikið með Chris. Við erum að gera mörg góð lög með honum.“ Redd Light hafa einmitt einnig gert samning við T3 Music Group. Í dag vinnur Benni ásamt félögum sínum í T3 Music Group, Redd Lights og fleiri erlendum pródúserum að fyrstu plötu Chris Miles. „Við stefnum á að gefa plötuna út í vetur, líklega fyrir jól. Við höfum fengið frábær viðbrögð og hlakka ég til að sjá hvernig þetta fer.“Hver er Chris Miles? Hann var kynntur til sögunnar á heimsvísu í síðustu viku og er strax orðinn mjög vinsæll. Hann er fimmtán ára gamall og er frá Long Island í New York. Hann hefur gert samning Warner/Chappell Music sem er hluti af Warner Music Group og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum. Hann er rosalega vinsæll á Twitter með tæpa fimmtán þúsund fylgjendur og með yfir 40.000 þúsund áskrifendur á Youtube. Honum er líkt við Eminem og fer í viðtal í næstu viku á útvarpsstöðinni Shade 45, sem er einmitt í eigu Eminem. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hinn fimmtán ára gamli rappari Chris Miles er bandarískur og hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, enda skrifaði hann nýverið undir stærðarinnar útgáfusamning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi, Warner/Chappell. Það er þó ekki frásögufærandi nema að á bak við þennan hæfileikapilt er íslenskur maður að nafni Benedikt Steinar Benediktsson, betur þekktur sem Benni Ben. „Ég ásamt þremur bandarískum félögum mínum er með fyrirtækið T3 Music Group og við uppgötvuðum Miles árið 2012 og gerðum samning við hann. Það má alveg segja að hann sér nokkurs konar Justin Bieber rappsins því hann semur tónlist eins og enginn annar,“ segir Benni Ben spurður út í upphaf samstarfsins. Benni fór í nám til Flórída árið 2009 í upptökufræðum og kynntist þar félögum sínum sem stofnuðu svo með honum fyrirtækið T3 Music Group. „Við vissum strax að þarna væri virkilega hæfileikaríkur piltur á ferðinni og eftir stuttan tíma fóru stærri fyrirtæki að sýna honum áhuga og varð svo stærðarinnar samningur að veruleika núna í maí,“ bætir Benni við. Hann starfar nú sem upptökustjóri Miles, ásamt öðrum bandarískum félaga sínum en hinir tveir starfa sem umboðsmenn rapparans unga. „Við í T3 Music Group skiptum þessu á milli okkar.“Chris Miles er rísandi rappstjarna.Mynd/EinkasafnBenni hefur þó einnig fengið félaga sína í upptöku- og pródúserateyminu Redd Lights til þess að vinna með Miles. „Þeir eru með þeim stærstu og bestu heima og ég vildi fá þá út, því þeir eru það góðir að þeir eiga að vera úti,“ segir Benni. Piltarnir í Redd Lights dvöldu þó úti í New York í vetur, þar sem Benni býr, og unnu með Miles. „Þeir voru úti hjá mér í vetur og unnu mikið með Chris. Við erum að gera mörg góð lög með honum.“ Redd Light hafa einmitt einnig gert samning við T3 Music Group. Í dag vinnur Benni ásamt félögum sínum í T3 Music Group, Redd Lights og fleiri erlendum pródúserum að fyrstu plötu Chris Miles. „Við stefnum á að gefa plötuna út í vetur, líklega fyrir jól. Við höfum fengið frábær viðbrögð og hlakka ég til að sjá hvernig þetta fer.“Hver er Chris Miles? Hann var kynntur til sögunnar á heimsvísu í síðustu viku og er strax orðinn mjög vinsæll. Hann er fimmtán ára gamall og er frá Long Island í New York. Hann hefur gert samning Warner/Chappell Music sem er hluti af Warner Music Group og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum. Hann er rosalega vinsæll á Twitter með tæpa fimmtán þúsund fylgjendur og með yfir 40.000 þúsund áskrifendur á Youtube. Honum er líkt við Eminem og fer í viðtal í næstu viku á útvarpsstöðinni Shade 45, sem er einmitt í eigu Eminem.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira