Líkneski og lifandi fólk Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2014 06:30 „Mér finnst eins og við eigum ekki að vera hérna.“ Í bakgrunni hljómar yfirpoppuð útgáfa af laginu Sound of Silence. Við erum að bíða eftir lyklunum að herberginu okkar. Á leiðinni hingað gengum við í gegnum spilavíti, en þar sat heil hersing af sjoppulegum einstaklingum sem ekki átti nokkur samskipti við annað en spilakassa. Í móttökunni hanga ótalmörg fiðrildi í yfirstærð. Mér er heitt. Síðast sá ég fiðrildi fyrir viku. Það var í Louisiana. Þar var líka heitt, en loftslagið talsvert rakara. Gult fiðrildi flaug samferða bílnum í örskotsstund meðan við ókum hægt í gegnum djúpsuðrið. Húsin voru mörg hver að hruni komin, en einhver seiðandi sjarmi sveif yfir vötnum. Fjölskyldurnar sem þar búa eru flestar afkomendur þræla. Þeirra saga er saga sem fólkið skammast sín fyrir. Vill gleyma. Það er ekki víða í Suðurríkjunum þar sem rætt er opinskátt um þrælasöguna sem engu að síður er brennimerkt í íbúana. Hins vegar er ýmislegt sem fólk er stolt af. Konan á Subway í Tennessee var ekkert að flýta sér að gera samlokur meðan hún sagði okkur allt um Alamo. Við höfðum engan áhuga á Alamo. Það var gaman að sjá Miklagljúfur, Hoover-stífluna og minnismerkin í Washington, sem minnast afreka þjóðarinnar – en það sem mér hefur þótt áhugaverðast á leið okkar um Bandaríkin er að stoppa í smábæjunum. Þar býr stórmerkilegt fólk. Litríkt fólk sem heimurinn mun gleyma. Og hversu lengi mun ég muna eftir konunni á bensínstöðinni með tíkarspenana sem kallaði okkur allar kittycats? Eða þessari frá Arab sem bað okkur að fara varlega, í guðanna bænum. Hún vildi ekki sjá okkur í fréttunum. Eða gráhærðu gömlunni á kjúklingastaðnum í sjóðheita suðrinu sem útskýrði fyrir okkur muninn á hvíta kjötinu og því dökka: Hvítu bitarnir eru betri og dýrari. Meðan reynt er að halda lífi í löngu liðnum poppgoðum og -gyðjum hamast fólk enn víða við að halda lífi sjálft. Og fólkið sem gengur fram hjá betlurunum á götunni kastar peningum á risavaxið búddalíkneski á leið inn í spilavítið, í gæfuskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
„Mér finnst eins og við eigum ekki að vera hérna.“ Í bakgrunni hljómar yfirpoppuð útgáfa af laginu Sound of Silence. Við erum að bíða eftir lyklunum að herberginu okkar. Á leiðinni hingað gengum við í gegnum spilavíti, en þar sat heil hersing af sjoppulegum einstaklingum sem ekki átti nokkur samskipti við annað en spilakassa. Í móttökunni hanga ótalmörg fiðrildi í yfirstærð. Mér er heitt. Síðast sá ég fiðrildi fyrir viku. Það var í Louisiana. Þar var líka heitt, en loftslagið talsvert rakara. Gult fiðrildi flaug samferða bílnum í örskotsstund meðan við ókum hægt í gegnum djúpsuðrið. Húsin voru mörg hver að hruni komin, en einhver seiðandi sjarmi sveif yfir vötnum. Fjölskyldurnar sem þar búa eru flestar afkomendur þræla. Þeirra saga er saga sem fólkið skammast sín fyrir. Vill gleyma. Það er ekki víða í Suðurríkjunum þar sem rætt er opinskátt um þrælasöguna sem engu að síður er brennimerkt í íbúana. Hins vegar er ýmislegt sem fólk er stolt af. Konan á Subway í Tennessee var ekkert að flýta sér að gera samlokur meðan hún sagði okkur allt um Alamo. Við höfðum engan áhuga á Alamo. Það var gaman að sjá Miklagljúfur, Hoover-stífluna og minnismerkin í Washington, sem minnast afreka þjóðarinnar – en það sem mér hefur þótt áhugaverðast á leið okkar um Bandaríkin er að stoppa í smábæjunum. Þar býr stórmerkilegt fólk. Litríkt fólk sem heimurinn mun gleyma. Og hversu lengi mun ég muna eftir konunni á bensínstöðinni með tíkarspenana sem kallaði okkur allar kittycats? Eða þessari frá Arab sem bað okkur að fara varlega, í guðanna bænum. Hún vildi ekki sjá okkur í fréttunum. Eða gráhærðu gömlunni á kjúklingastaðnum í sjóðheita suðrinu sem útskýrði fyrir okkur muninn á hvíta kjötinu og því dökka: Hvítu bitarnir eru betri og dýrari. Meðan reynt er að halda lífi í löngu liðnum poppgoðum og -gyðjum hamast fólk enn víða við að halda lífi sjálft. Og fólkið sem gengur fram hjá betlurunum á götunni kastar peningum á risavaxið búddalíkneski á leið inn í spilavítið, í gæfuskyni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun