Hjón glíma við ólíka kynlöngun Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 28. júní 2014 14:00 Sp: Sæl. Mig vantar upplýsingar um hvað felist í kynlífráðgjöf og hver sinnir henni. Við hjónin glímum við ólíka kynlöngun og þetta er farið að valda okkur töluverðum titringi innan sambandsins. Við höfum farið í sambandsráðgjöf og það gekk vel þá en þetta vandamál hefur aukist og okkur langar að leita leiða til að laga það. Svar: Ég vil því byrja á því að hrósa ykkur fyrir þetta skref, að viðurkenna vandann og leita ykkur aðstoðar. Það er meira en margur gerir. Ólík kynlöngun er algengt vandamál hjá mörgum pörum. Kynlöngun getur verið mismikil og ýmsir áhrifaþættir spila þar inn í. Þessar sveiflur geta farið á skjön við makann og því getur annan langað í meira kynlíf en hinn. Það er stundum sagt að þegar kynlífið gengur vel þá útskýri það aðeins 10% af sambandsánægjunni. Hins vegar þegar það eru vandamál í kynlífinu þá útskýri það 90% af óánægju innan sambandsins. Sumar bíómyndir hafa gefið villandi sýn af kynlífsráðgjöf en þó ber einnig að geta þess að til er allskonar kynlífsráðgjöf. Maður þarf því að finna hvers lags ráðgjafi hentar manni best. Í „hefðbundinni“ kynlífsráðgjöf þá eru allir í fötunum og bara spjalla, engin bein sýnikennsla eða kynferðislega náin snerting milli ráðgjafans og parsins. Bara svo það sé á kristaltæru. Þekktur kynlífsráðgjafi, dr. Laura Berman var með sjónvarpsþætti um kynlífráðgjöf „Sexual Healing“ sem sýndur var hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þar fengu pörin verklegar æfingar og ræddu svo um það í næsta tíma. Það er hægt að sjá ýmis myndbrot úr þessum þætti á vef Youtube. Gott er að hafa í huga að þetta eru bandarískir sjónvarpsþættir og þurfa því ekki að endurspegla kynlífsráðgjöfina sem þið munið fara í. Það eru tveir kynfræðingar á Íslandi sem sinna kynlífsráðgjöf. Það eru þær Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir. Þær eru einnig báðar hjúkrunarfræðingar. Kynlífsráðgjöf er í grunninn samtal og því að mörgu leyti lík þeirri sambandráðgjöf sem þið hafið nú þegar prófað. Sumir kynfræðingar beita að auki ýmsum verklegum æfingum sem þið mynduð vinna í heimavinnu og ræða svo um í næsta tíma. Þessar æfingar eru misjafnar og henta pörum misvel. Það mættu fleiri taka ykkur sér til fyrirmynda og leita sér aðstoðar á þessu sviði, rétt eins og mörgum öðrum, því fólk hættir til að leita ekki eftir aðstoð fyrr en allt er komið í bál og brand og erfitt að róa í land. Gangi ykkur vel. Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sp: Sæl. Mig vantar upplýsingar um hvað felist í kynlífráðgjöf og hver sinnir henni. Við hjónin glímum við ólíka kynlöngun og þetta er farið að valda okkur töluverðum titringi innan sambandsins. Við höfum farið í sambandsráðgjöf og það gekk vel þá en þetta vandamál hefur aukist og okkur langar að leita leiða til að laga það. Svar: Ég vil því byrja á því að hrósa ykkur fyrir þetta skref, að viðurkenna vandann og leita ykkur aðstoðar. Það er meira en margur gerir. Ólík kynlöngun er algengt vandamál hjá mörgum pörum. Kynlöngun getur verið mismikil og ýmsir áhrifaþættir spila þar inn í. Þessar sveiflur geta farið á skjön við makann og því getur annan langað í meira kynlíf en hinn. Það er stundum sagt að þegar kynlífið gengur vel þá útskýri það aðeins 10% af sambandsánægjunni. Hins vegar þegar það eru vandamál í kynlífinu þá útskýri það 90% af óánægju innan sambandsins. Sumar bíómyndir hafa gefið villandi sýn af kynlífsráðgjöf en þó ber einnig að geta þess að til er allskonar kynlífsráðgjöf. Maður þarf því að finna hvers lags ráðgjafi hentar manni best. Í „hefðbundinni“ kynlífsráðgjöf þá eru allir í fötunum og bara spjalla, engin bein sýnikennsla eða kynferðislega náin snerting milli ráðgjafans og parsins. Bara svo það sé á kristaltæru. Þekktur kynlífsráðgjafi, dr. Laura Berman var með sjónvarpsþætti um kynlífráðgjöf „Sexual Healing“ sem sýndur var hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þar fengu pörin verklegar æfingar og ræddu svo um það í næsta tíma. Það er hægt að sjá ýmis myndbrot úr þessum þætti á vef Youtube. Gott er að hafa í huga að þetta eru bandarískir sjónvarpsþættir og þurfa því ekki að endurspegla kynlífsráðgjöfina sem þið munið fara í. Það eru tveir kynfræðingar á Íslandi sem sinna kynlífsráðgjöf. Það eru þær Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir. Þær eru einnig báðar hjúkrunarfræðingar. Kynlífsráðgjöf er í grunninn samtal og því að mörgu leyti lík þeirri sambandráðgjöf sem þið hafið nú þegar prófað. Sumir kynfræðingar beita að auki ýmsum verklegum æfingum sem þið mynduð vinna í heimavinnu og ræða svo um í næsta tíma. Þessar æfingar eru misjafnar og henta pörum misvel. Það mættu fleiri taka ykkur sér til fyrirmynda og leita sér aðstoðar á þessu sviði, rétt eins og mörgum öðrum, því fólk hættir til að leita ekki eftir aðstoð fyrr en allt er komið í bál og brand og erfitt að róa í land. Gangi ykkur vel.
Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira