Sveppi gefur út sumarslagara með eldgamalli hljómsveit Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 09:00 Í myndbandi við Sumarteiti tefla þeir Sveppi og Róbert. Mynd/Skjáskot „Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“ Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“
Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira