Á mála hjá breskri framleiðsluskrifstofu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 12:00 „Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“ Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira