Fantagóð frosin jógúrt - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 15:30 Þessar uppskriftir er auðvelt að gera heima fyrir og þarf engin sérstök tól og tæki til eins og ísvél. Frosin granateplajógúrt Frosin jógúrt 2 bollar grísk jógúrt 4 msk. hunang Granateplasnúningur 2 bollar granateplafræ 4 msk. hunang 2 msk. sítrónusafi ½ msk. maizena-mjöl Setjið granateplafræ í matvinnsluvél og myljið í smástund. Setjið fræin, hunang, sítrónusafa og maizena-mjöl í pott og hitið yfir lágum hita þangað til sýður. Leyfið að sjóða í nokkrar mínútur. Takið af eldavélinni og leyfið að kólna í smástund. Hellið blöndunni í gegnum sigti til að losna við fræin. Setjið sósuna í ísskáp þangað til hún er köld. Blandið hunangi við grísku jógúrtina. Frystið í um einn til tvo tíma. Takið úr frystinum og hrærið með gaffli. Setjið aftur inn í frysti þangað til blandan er nánast gaddfreðin. Setjið blönduna í matvinnsluvél og blandið vel. Hellið granateplasósunni ofan á og blandið með gaffli. Setjið í frysti eða berið fram strax. Fengið hér. frosin jógúrt uppskriftir Jarðarberjajógúrt Safi úr einu súraldini 2 msk. vodka 6 msk. hunang 6 bollar frosin jarðarber 2/3 bollar grísk jógúrt Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél í um fimm mínútur. Berið fram strax eða setjið í frysti. Fengið hér. frosin jógúrt uppskriftir Karamellusósa 240 g sykur 80 g bráðið smjör 200 ml rjómi Bræðið sykurinn yfir lágum hita þangað til hann fær karamellulit. Hrærið smjörinu og rjómanum hratt og vel saman við. Takið af hitanum og leyfið að kólna við stofuhita. Fengið hér. frosin jógúrt uppskriftir Mangójógúrt m. pistasíukurli Frosin jógúrt 2 bollar frosið mangó ½ bolli jógúrt 1 msk. hunang ¼ tsk. kardimommur Pistasíukurl 2 msk. saxaðar pistasíuhnetur 2 msk. saxaðar möndlur 1 msk. kókossykur 1/8 tsk. kardimommur 1/2 tsk. kókosolía Blandið öllum hráefnum í kurlið saman í skál og blandið saman með höndunum þannig að kókosolían þeki allt. Blandið öllum hráefnum í jógúrtina saman í matvinnsluvél í um þrjár mínútur. Berið fram strax með kurlinu ofan á eða frystið. Fengið hér. Eftirréttir Ís Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Þessar uppskriftir er auðvelt að gera heima fyrir og þarf engin sérstök tól og tæki til eins og ísvél. Frosin granateplajógúrt Frosin jógúrt 2 bollar grísk jógúrt 4 msk. hunang Granateplasnúningur 2 bollar granateplafræ 4 msk. hunang 2 msk. sítrónusafi ½ msk. maizena-mjöl Setjið granateplafræ í matvinnsluvél og myljið í smástund. Setjið fræin, hunang, sítrónusafa og maizena-mjöl í pott og hitið yfir lágum hita þangað til sýður. Leyfið að sjóða í nokkrar mínútur. Takið af eldavélinni og leyfið að kólna í smástund. Hellið blöndunni í gegnum sigti til að losna við fræin. Setjið sósuna í ísskáp þangað til hún er köld. Blandið hunangi við grísku jógúrtina. Frystið í um einn til tvo tíma. Takið úr frystinum og hrærið með gaffli. Setjið aftur inn í frysti þangað til blandan er nánast gaddfreðin. Setjið blönduna í matvinnsluvél og blandið vel. Hellið granateplasósunni ofan á og blandið með gaffli. Setjið í frysti eða berið fram strax. Fengið hér. frosin jógúrt uppskriftir Jarðarberjajógúrt Safi úr einu súraldini 2 msk. vodka 6 msk. hunang 6 bollar frosin jarðarber 2/3 bollar grísk jógúrt Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél í um fimm mínútur. Berið fram strax eða setjið í frysti. Fengið hér. frosin jógúrt uppskriftir Karamellusósa 240 g sykur 80 g bráðið smjör 200 ml rjómi Bræðið sykurinn yfir lágum hita þangað til hann fær karamellulit. Hrærið smjörinu og rjómanum hratt og vel saman við. Takið af hitanum og leyfið að kólna við stofuhita. Fengið hér. frosin jógúrt uppskriftir Mangójógúrt m. pistasíukurli Frosin jógúrt 2 bollar frosið mangó ½ bolli jógúrt 1 msk. hunang ¼ tsk. kardimommur Pistasíukurl 2 msk. saxaðar pistasíuhnetur 2 msk. saxaðar möndlur 1 msk. kókossykur 1/8 tsk. kardimommur 1/2 tsk. kókosolía Blandið öllum hráefnum í kurlið saman í skál og blandið saman með höndunum þannig að kókosolían þeki allt. Blandið öllum hráefnum í jógúrtina saman í matvinnsluvél í um þrjár mínútur. Berið fram strax með kurlinu ofan á eða frystið. Fengið hér.
Eftirréttir Ís Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira