Hættur að feika'ða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júní 2014 07:00 Flestir hafa heyrt kjaftasöguna um mennina tvo sem hittust á förnum vegi og töldu sig þekkja hvor annan. Í ljós kom að lokum að þeir voru báðir að taka feil og höfðu þeir feikað það til þess að móðga ekki hinn. Ég taldi engar líkur á að þessi saga væri sönn þar til ég lenti í svipuðu. Ég var í gleðskap á föstudaginn þegar maður kom að mér og rétti út höndina. „Sæll og blessaður,“ sagði hann stútfullur af sjálfsöryggi. „Hvaða maður er þetta?“ hugsaði ég en tók engu að síður í höndina á honum. „Manstu ekki eftir mér?“ spurði hann og neyddi mig þar með til þess að ljúga. Það er jú auðvitað stórglæpur að muna ekki eftir einhverjum, eða það taldi ég mér trú um. Ég sagði honum að mig rámaði í hann (lygi) en ég myndi ekki hvaðan. Hann sagðist þá vinna hjá fyrirtæki í bænum sem ég hefði hannað vefsíðu fyrir. Þarna fattaði ég að það var hann sem var úti á túni en ekki ég. Ég er ekki vefsíðuhönnuður og hef aldrei unnið fyrir fyrirtækið sem hann nefndi. Flestir hefðu á þessum tímapunkti notað tækifærið og komið sér út úr aðstæðunum. „Nei, þú ert eitthvað að ruglast,“ hefði ég getað sagt og hann hefði orðið vandræðalegur en ekki ég. Ég ákvað hins vegar að gera það sem mér er tamast í aðstæðum sem þessum — að ljúga. Ég gat alveg verið vefsíðuhönnuður ef þessi maður vildi að ég væri það. Og þið haldið að þið séuð meðvirk. En upp komast svik um síðir og auðvitað endaði þetta með því að hann áttaði sig á því að ég var alls ekki maðurinn sem hann hélt að ég væri. Ég hafði skorið hann úr snörunni og hengt sjálfan mig í staðinn. Það er kannski spurning að þroskast aðeins og hætta að reyna að feika það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Flestir hafa heyrt kjaftasöguna um mennina tvo sem hittust á förnum vegi og töldu sig þekkja hvor annan. Í ljós kom að lokum að þeir voru báðir að taka feil og höfðu þeir feikað það til þess að móðga ekki hinn. Ég taldi engar líkur á að þessi saga væri sönn þar til ég lenti í svipuðu. Ég var í gleðskap á föstudaginn þegar maður kom að mér og rétti út höndina. „Sæll og blessaður,“ sagði hann stútfullur af sjálfsöryggi. „Hvaða maður er þetta?“ hugsaði ég en tók engu að síður í höndina á honum. „Manstu ekki eftir mér?“ spurði hann og neyddi mig þar með til þess að ljúga. Það er jú auðvitað stórglæpur að muna ekki eftir einhverjum, eða það taldi ég mér trú um. Ég sagði honum að mig rámaði í hann (lygi) en ég myndi ekki hvaðan. Hann sagðist þá vinna hjá fyrirtæki í bænum sem ég hefði hannað vefsíðu fyrir. Þarna fattaði ég að það var hann sem var úti á túni en ekki ég. Ég er ekki vefsíðuhönnuður og hef aldrei unnið fyrir fyrirtækið sem hann nefndi. Flestir hefðu á þessum tímapunkti notað tækifærið og komið sér út úr aðstæðunum. „Nei, þú ert eitthvað að ruglast,“ hefði ég getað sagt og hann hefði orðið vandræðalegur en ekki ég. Ég ákvað hins vegar að gera það sem mér er tamast í aðstæðum sem þessum — að ljúga. Ég gat alveg verið vefsíðuhönnuður ef þessi maður vildi að ég væri það. Og þið haldið að þið séuð meðvirk. En upp komast svik um síðir og auðvitað endaði þetta með því að hann áttaði sig á því að ég var alls ekki maðurinn sem hann hélt að ég væri. Ég hafði skorið hann úr snörunni og hengt sjálfan mig í staðinn. Það er kannski spurning að þroskast aðeins og hætta að reyna að feika það?
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun