Hvernig væri að prófa að breyta vinsælum kokteil í bollakökur í sumar? Þessar kökur eru afar ljúffengar og hægt að hafa þær áfengar eða óáfengar.
Mojito-múffur
* Um það bil 12 stykki
Kökurnar
1 1/2 bolli hveiti
1/2 msk lyftiduft
1/4 tsk salt
115 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
2 egg
2 súraldin, börkur rifinn af og safi kreistur úr
1/4 tsk vanilludropar
1/2 bolli mjólk - eða 1/4 bolli mjólk og 1/4 bolli ljóst romm
1 msk fersk minta, söxuð
Mintusíróp
1/2 bolli vatn - eða 1/4 bolli vatn og 1/4 bolli ljóst romm
1/2 bolli sykur
1/4 bolli mintulauf
Krem
115 g mjúkt smjör
1 súraldin, börkur rifinn af og safi kreistur úr
7 söxuð mintulauf
2-3 bollar flórsykur
1 msk rjómi
Hitið ofninn í 160°C. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál. Blandið smjöri og sykri saman í annarri skál. Bætið eggjunum við, einu í einu. Bætið safa og berki af súraldinunum, mintu og vanilludropum saman við. Bætið þurrefnablöndunni og mjólk (og jafnvel rommi) saman við smjörblönduna. Hellið blöndunni í múffuform og bakið í 20-24 mínútur. Búið til mintusírópið á meðan þær kólna.
Blandið öllum hráefnum í sírópinu saman í potti yfir vægum hita þangað til sykurinn er búinn að leysast upp. Penslið kökurnar með sírópinu. Búið svo til kremið.
Setjið mintu og börk í litla skál. Hellið súraldinsafanum yfir blönduna. Hrærið smjörið létt í annarri skál og bætið svo mintublöndunni saman við. Blandið rjómanum saman við og síðan flórsykri þangað til kremið er orðið eins þykkt og þið viljið. Setjið kremið á kökurnar og njótið.
* Fengið hér.
