Sýnir í fyrsta sinn á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:00 Hjalti Karlsson. Á meðal þeirra sem Hjalti hefur hannað fyrir eru MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time og GusGus. MYND/Sven Hoffmann Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“ Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira