Hitað upp fyrir Bergmál í Háteigskirkju Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 11:30 Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Carlos Caro Aguilera básúnuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari. Á síðdegistónleikum í Háteigskirkju á morgun gefst tónlistarunnendum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að heyra litríkt sýnishorn af dagskrá tónlistarhátíðarinnar Bergmáls sem fram fer á Dalvík í kring um sumarsólstöður. En hvaða fyrirbæri er Bergmál? „Þetta er lítil sígild tónlistarhátíð sem við höfum verið með á Dalvík síðastliðin fimm ár,“ segir Grímur Helgason klarinettuleikari, einn skipuleggjenda Bergmáls. „Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari byrjuðu með hátíðina og ég kom svo inn í þetta með þeim. Við höfum verið að spila sígilda tónlist og svona aðeins út í dægurlög stundum og alltaf haldið upphitunartónleika í Reykjavík áður en við förum norður.“ Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin dagana 19. til 22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónverkin sem flutt verða á þrennum tónleikum spanna vítt litróf, allt frá djúpum þönkum Johannesar Brahms til skemmtitónlistar Franz Lehár með viðkomu í rússneskum þjóðsagnaheimi, París aldamótanna og íslenskri sumarnæturkyrrð, að sögn Gríms. „Tónleikarnir í Háteigskirkju eru síðan svona „best of“ af því sem flutt verður fyrir norðan og þar komum við fram allir flytjendurnir fyrir utan Ellu Völu Ármannsdóttur hornleikara og Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu,“ bætir hann við. Tónleikarnir í Háteigskirkju hefjast klukkan 17 á morgun og hátíðin sjálf hefst síðan þann 19. júní með opnunartónleikum Bergmáls í Bergi klukkan 20. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á síðdegistónleikum í Háteigskirkju á morgun gefst tónlistarunnendum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að heyra litríkt sýnishorn af dagskrá tónlistarhátíðarinnar Bergmáls sem fram fer á Dalvík í kring um sumarsólstöður. En hvaða fyrirbæri er Bergmál? „Þetta er lítil sígild tónlistarhátíð sem við höfum verið með á Dalvík síðastliðin fimm ár,“ segir Grímur Helgason klarinettuleikari, einn skipuleggjenda Bergmáls. „Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari byrjuðu með hátíðina og ég kom svo inn í þetta með þeim. Við höfum verið að spila sígilda tónlist og svona aðeins út í dægurlög stundum og alltaf haldið upphitunartónleika í Reykjavík áður en við förum norður.“ Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin dagana 19. til 22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónverkin sem flutt verða á þrennum tónleikum spanna vítt litróf, allt frá djúpum þönkum Johannesar Brahms til skemmtitónlistar Franz Lehár með viðkomu í rússneskum þjóðsagnaheimi, París aldamótanna og íslenskri sumarnæturkyrrð, að sögn Gríms. „Tónleikarnir í Háteigskirkju eru síðan svona „best of“ af því sem flutt verður fyrir norðan og þar komum við fram allir flytjendurnir fyrir utan Ellu Völu Ármannsdóttur hornleikara og Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu,“ bætir hann við. Tónleikarnir í Háteigskirkju hefjast klukkan 17 á morgun og hátíðin sjálf hefst síðan þann 19. júní með opnunartónleikum Bergmáls í Bergi klukkan 20.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira