Opnar sýningu um afa sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2014 10:30 Þorgerður Þórhallsdóttir "Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt.“ Vísir/GVA Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira