Hvað ertu tilbúinn að ganga langt? 12. júní 2014 11:00 Hljómsveitin var upphaflega sólóverkefni Garðars Borgþórssonar. „Hljómsveitin er rétt að byrja og kemur til með að spila víða í sumar, til dæmis á Akureyri daginn eftir útgáfutónleikana og í Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona Different Turns, en ásamt Gunnhildi skipa sveitina Garðar Borgþórsson, Hálfdán Árnason, Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, Agnar Friðbertsson og Axel „Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar Different Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna If you think this is about you…you‘re right þann 4. apríl síðastliðinn og ætlar að fagna því með tónleikum þar sem breiðskífan verður leikin í heild sinni. Different Turns var stofnuð árið 2008 í litlu leikhúsi í Hafnarfirði. „Í raun byrjaði þetta sem sólóverkefni Garðars Borgþórssonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2008. Ýmis lög urðu til á kassagítarnum og tóku svo á sig mismunandi myndir áður en þau urðu fullmótuð. Það var svo fyrir um það bil þremur árum að Garðar fékk til liðs við sig Hálfdán Árnason bassaleikara. Saman unnu þeir þetta áfram og seinna, fyrir um ári, bættust Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og ég við.“ Forsprakki hljómsveitarinnar hefur starfað við leikhús í mörg ár og sækir því mikið í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni. „Leikhúsandann má finna í textum sveitarinnar, en þar segir frá hlutum byggðum á sönnum atburðum. Platan segir sögu ákveðinna persóna en við, söngvararnir, stöndum fyrir þá einstaklinga í sögunni. Tímalínan er bogin og beygð, en þó fjallar sagan í raun um ýmsar hliðar sama atburðarins,“ útskýrir Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf um allt tengt tónleikunum. „Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt en Garðar, forsprakki hljómsveitarinnar, er einmitt starfandi ljósamaður. Við lofum kynngimögnuðum tónleikum og dulmagnaðri stemningu og biðjum áhorfendur að lifa sig inn í meginþemað: Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að öðlast það sem þú þráir… og hversu langt kemstu áður en þú missir vitið?“ segir Gunnhildur að lokum og hlær. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Hljómsveitin er rétt að byrja og kemur til með að spila víða í sumar, til dæmis á Akureyri daginn eftir útgáfutónleikana og í Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona Different Turns, en ásamt Gunnhildi skipa sveitina Garðar Borgþórsson, Hálfdán Árnason, Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, Agnar Friðbertsson og Axel „Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar Different Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna If you think this is about you…you‘re right þann 4. apríl síðastliðinn og ætlar að fagna því með tónleikum þar sem breiðskífan verður leikin í heild sinni. Different Turns var stofnuð árið 2008 í litlu leikhúsi í Hafnarfirði. „Í raun byrjaði þetta sem sólóverkefni Garðars Borgþórssonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2008. Ýmis lög urðu til á kassagítarnum og tóku svo á sig mismunandi myndir áður en þau urðu fullmótuð. Það var svo fyrir um það bil þremur árum að Garðar fékk til liðs við sig Hálfdán Árnason bassaleikara. Saman unnu þeir þetta áfram og seinna, fyrir um ári, bættust Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og ég við.“ Forsprakki hljómsveitarinnar hefur starfað við leikhús í mörg ár og sækir því mikið í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni. „Leikhúsandann má finna í textum sveitarinnar, en þar segir frá hlutum byggðum á sönnum atburðum. Platan segir sögu ákveðinna persóna en við, söngvararnir, stöndum fyrir þá einstaklinga í sögunni. Tímalínan er bogin og beygð, en þó fjallar sagan í raun um ýmsar hliðar sama atburðarins,“ útskýrir Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf um allt tengt tónleikunum. „Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt en Garðar, forsprakki hljómsveitarinnar, er einmitt starfandi ljósamaður. Við lofum kynngimögnuðum tónleikum og dulmagnaðri stemningu og biðjum áhorfendur að lifa sig inn í meginþemað: Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að öðlast það sem þú þráir… og hversu langt kemstu áður en þú missir vitið?“ segir Gunnhildur að lokum og hlær.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira