Eitthvað til að bíta í með boltanum - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2014 11:00 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið