Latínvíkingurinn snýr aftur heim í Búðardal Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júní 2014 10:00 "Tónleikarnir verða síðan ramminn í heimildarmynd sem verið er að gera um mig. Hún nefnist Latínvíkingurinn og aðalpersónan mætir á heimaslóðir með músíkina.“ Vísir/Valli Þetta er átta manna latínband sem er að fara að spila mína músík í Dalabúð ásamt söngvurum og danskennara,“ segir Tómas R. Einarsson um tónleika sem hann heldur heima í Búðardal annað kvöld. „Þetta eru félagar mínir úr latínböndum í gegnum árin, svo verður tónleikagestum kenndur salsadans í hléinu þar sem tónlistin eftir hlé verður dansvænni en fyrri hlutinn og eins gott að fólk viti hvernig það á að bera sig að.“ Ástæðan fyrir þessu tónleikahaldi er dálítið óvenjuleg. „Ég er alinn upp inni í Hvammssveit í Dalasýslu og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem á mínar heimaslóðir með stórt latínband,“ segir Tómas. „Tónleikarnir verða síðan ramminn í heimildarmynd sem verið er að gera um mig. Hún nefnist Latínvíkingurinn og aðalpersónan mætir á heimaslóðir með músíkina sem hefur orðið til vítt og breitt um veröldina.“ Það eru ekki bara gamlir félagar Tómasar í bandinu því þeir sem að heimildarmyndinni standa tengjast honum líka í gegnum tónlistina. „Framleiðandinn heitir Sigurður G. Valgeirsson og spilaði með mér í hljómsveit fyrir 32 árum,“ útskýrir Tómas. „Handritshöfundurinn spilaði líka í þeirri hljómsveit og sá heitir Sveinbjörn I. Baldvinsson.“ Stórhljómsveit Tómasar R. er, auk hans sjálfs og söngvaranna Sigríðar Thorlacius og Bógómíl Font, skipuð þeim Kjartani Hákonarsyni, Óskari Guðjónssyni, Samúel Jóni Samúelssyni, Ómari Guðjónssyni, Davíð Þór Jónssyni, Matthíasi MD Hemstock og Sigtryggi Baldurssyni. Um danskennsluna sér Jóhannes Agnar Kristinsson. Staðurinn er félagsheimilið Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er átta manna latínband sem er að fara að spila mína músík í Dalabúð ásamt söngvurum og danskennara,“ segir Tómas R. Einarsson um tónleika sem hann heldur heima í Búðardal annað kvöld. „Þetta eru félagar mínir úr latínböndum í gegnum árin, svo verður tónleikagestum kenndur salsadans í hléinu þar sem tónlistin eftir hlé verður dansvænni en fyrri hlutinn og eins gott að fólk viti hvernig það á að bera sig að.“ Ástæðan fyrir þessu tónleikahaldi er dálítið óvenjuleg. „Ég er alinn upp inni í Hvammssveit í Dalasýslu og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem á mínar heimaslóðir með stórt latínband,“ segir Tómas. „Tónleikarnir verða síðan ramminn í heimildarmynd sem verið er að gera um mig. Hún nefnist Latínvíkingurinn og aðalpersónan mætir á heimaslóðir með músíkina sem hefur orðið til vítt og breitt um veröldina.“ Það eru ekki bara gamlir félagar Tómasar í bandinu því þeir sem að heimildarmyndinni standa tengjast honum líka í gegnum tónlistina. „Framleiðandinn heitir Sigurður G. Valgeirsson og spilaði með mér í hljómsveit fyrir 32 árum,“ útskýrir Tómas. „Handritshöfundurinn spilaði líka í þeirri hljómsveit og sá heitir Sveinbjörn I. Baldvinsson.“ Stórhljómsveit Tómasar R. er, auk hans sjálfs og söngvaranna Sigríðar Thorlacius og Bógómíl Font, skipuð þeim Kjartani Hákonarsyni, Óskari Guðjónssyni, Samúel Jóni Samúelssyni, Ómari Guðjónssyni, Davíð Þór Jónssyni, Matthíasi MD Hemstock og Sigtryggi Baldurssyni. Um danskennsluna sér Jóhannes Agnar Kristinsson. Staðurinn er félagsheimilið Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira