Afmæli sonarins merkilegast af öllu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:00 Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær,“ segir Kristian. Sigurbjörg Sæmundsdóttir „Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi eins manns. Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst ég varla hálfnaður,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóðabók í gær og hélt með því upp á fertugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli og mánaðarafmæli sonar síns. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Kristian. Hann sá auglýsta stöðu við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar hefur hann verið við kennslu í vetur. „Ég hef kennt grunnforritun, það er léttur tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki síður skemmtilegur en nemendunum. Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir Kristian sem trúlofaði sig í haust og flutti austur í byrjun vetrar en unnustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, flutti um áramótin. „Sigga á tvær dætur og saman eigum við soninn Tristan Gjúka sem fæddist í byrjun þessa mánaðar og er einmitt mánaðargamall í dag. Afmælið hans er kannski það merkilegasta af þessu öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn og einn uppeldisson. Nafnið hans Kristians vekur spurningar um upprunann. „Ég er hálf-færeyskur, mamma er íslensk og pabbi færeyskur. Þau kynntust í Danmörku þar sem ég fæddist og ólst upp en nú búa þau á Akureyri og við brugðum okkur þangað í tilefni afmælisins.“ Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja bókin hans Kristians og það er hans áttunda frumsamda ljóðabók. Hann byrjaði um tvítugsaldurinn að birta sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndunum og verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014. Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“ En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“ Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus. Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi eins manns. Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst ég varla hálfnaður,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóðabók í gær og hélt með því upp á fertugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli og mánaðarafmæli sonar síns. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Kristian. Hann sá auglýsta stöðu við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar hefur hann verið við kennslu í vetur. „Ég hef kennt grunnforritun, það er léttur tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki síður skemmtilegur en nemendunum. Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir Kristian sem trúlofaði sig í haust og flutti austur í byrjun vetrar en unnustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, flutti um áramótin. „Sigga á tvær dætur og saman eigum við soninn Tristan Gjúka sem fæddist í byrjun þessa mánaðar og er einmitt mánaðargamall í dag. Afmælið hans er kannski það merkilegasta af þessu öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn og einn uppeldisson. Nafnið hans Kristians vekur spurningar um upprunann. „Ég er hálf-færeyskur, mamma er íslensk og pabbi færeyskur. Þau kynntust í Danmörku þar sem ég fæddist og ólst upp en nú búa þau á Akureyri og við brugðum okkur þangað í tilefni afmælisins.“ Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja bókin hans Kristians og það er hans áttunda frumsamda ljóðabók. Hann byrjaði um tvítugsaldurinn að birta sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndunum og verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014. Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“ En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“ Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus. Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira