Leikið með píanóið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. maí 2014 08:30 Tinna Þorsteinsdóttir: „Þessi sýning er búin að vera í vinnslu í eitt og hálft ár og ég hef verið í stanslausu samtali við listamennina.“ Vísir/Vilhelm „Píanóið hefur auðvitað alltaf verið tjáningartæki tónlistarmanna en í sýningunni Píanói taka alls konar listamenn þátt í að nota það sem tjáningarmiðil,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, sem er sýningarstjóri Píanós, sýningar sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag. „Þau túlka það hvert á sinn hátt eins og búast má við. Fyrst og fremst er þetta myndlistarsýning og djásn sýningarinnar er verk Dieters Roth og barna hans, Björns og Veru, sem var flutt til landsins,“ heldur Tinna áfram. „En á laugardaginn er gjörningasýning þar sem leikið er með verkin í rýminu og áhorfendum þannig gefin tenging við listaverkin.“ Á sýningunni eru verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Björn Roth, Odd Roth og Einar Roth, Dieter Roth og Björn Roth, Einar Torfa Einarsson, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Margréti Bjarnadóttur, Nikulás Stefán Nikulásson, Pál Ivan frá Eiðum og Rafael Pinho og eru mörg verkanna gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Opnunin er klukkan 15 í dag en dagskráin á laugardaginn hefst með sýningarstjóraspjalli Tinnu klukkan 13 og gjörningasýningin tekur svo við klukkan 14. „Ég ætla að spjalla um sýninguna út frá sjónarhóli píanóleikarans,“ segir Tinna. „Þessi sýning er búin að vera í vinnslu í eitt og hálft ár og ég hef verið í stanslausu samtali við listamennina þannig að það eru ýmsir þættir sem ég velti upp.“ Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Píanóið hefur auðvitað alltaf verið tjáningartæki tónlistarmanna en í sýningunni Píanói taka alls konar listamenn þátt í að nota það sem tjáningarmiðil,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, sem er sýningarstjóri Píanós, sýningar sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag. „Þau túlka það hvert á sinn hátt eins og búast má við. Fyrst og fremst er þetta myndlistarsýning og djásn sýningarinnar er verk Dieters Roth og barna hans, Björns og Veru, sem var flutt til landsins,“ heldur Tinna áfram. „En á laugardaginn er gjörningasýning þar sem leikið er með verkin í rýminu og áhorfendum þannig gefin tenging við listaverkin.“ Á sýningunni eru verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Björn Roth, Odd Roth og Einar Roth, Dieter Roth og Björn Roth, Einar Torfa Einarsson, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Margréti Bjarnadóttur, Nikulás Stefán Nikulásson, Pál Ivan frá Eiðum og Rafael Pinho og eru mörg verkanna gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Opnunin er klukkan 15 í dag en dagskráin á laugardaginn hefst með sýningarstjóraspjalli Tinnu klukkan 13 og gjörningasýningin tekur svo við klukkan 14. „Ég ætla að spjalla um sýninguna út frá sjónarhóli píanóleikarans,“ segir Tinna. „Þessi sýning er búin að vera í vinnslu í eitt og hálft ár og ég hef verið í stanslausu samtali við listamennina þannig að það eru ýmsir þættir sem ég velti upp.“
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira