Hver á bestu böku Íslands? Uppskrift að Key Lime-böku Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. maí 2014 10:30 Key Lime-bakan er afskaplega sumarleg. Vísir/Getty Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi og Ásbrú efna til tveggja keppna í dag, sjálfan uppstigningardag. Eru keppnirnar liður í árlegu karnivali sem heitir Opinn dagur á Ásbrú og þemað er All American County Fair. Keppnirnar eru tvenns konar, annars vegar chili-keppni sem opin er öllum veitingahúsum og hins vegar bökukeppni sem opin er almenningi. Bökur eru afar vinsælar í Bandaríkjunum og eru nokkrar útgáfur til af ekta, bandarískum bökum. Ein þeirra er svokölluð Key Lime-baka og á rætur sínar að rekja til Flórída Keys í Bandaríkjunum. Þar voru engir ísskápar þangað til Overseas-þjóðvegurinn var tekinn í notkun árið 1938 og því þurftu bakarar að nota dósamjólk í baksturinn, eða „condensed milk“. Því varð dósamjólkin lykilhráefni í þessari böku Flórída-fylkis. Hefðbundin Key Lime-baka 10 hafrakex 1/2 bolli möndlur 6 msk. mjúkt smjör 4 eggjarauður 1 dós „condensed milk“ (fæst vanalega í Kosti) 1/2 bolli súraldinsafi 2 tsk. rifinn súraldinbörkur Þeyttur rjómi ofan á (valfrjálst) Hitið ofninn í 175°C. Myljið kexið í matvinnsluvél og setjið það í miðlungsstóra skál. Myljið möndlurnar í matvinnsluvél og blandið þeim saman við kexmylsnuna. Því næst er smjörinu blandað við og blöndunni ýtt í botninn á tuttugu sentimetra hringlaga formi. Bakið botninn í um það bil tólf mínútur eða þangað til hann er aðeins farinn að brúnast. Leyfið botninum að kólna. Þeytið eggjarauðurnar þangað til þær eru ljósgular og aðeins farnar að þykkna, um það bil tvær mínútur. Minnkið hraðann og bætið „condensed milk“ við. Bætið súraldinsafanum rólega saman við. Blandið síðan berkinum saman við með sleif eða sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og bakið í um það bil fimmtán mínútur þannig að fyllingin sé enn örlítið blaut. Leyfið bökunni að kólna, setjið eitthvað yfir hana og kælið í að minnsta kosti átta klukkustundir. Berið hana fram kalda með þeyttum rjóma ofan á ef vill. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi og Ásbrú efna til tveggja keppna í dag, sjálfan uppstigningardag. Eru keppnirnar liður í árlegu karnivali sem heitir Opinn dagur á Ásbrú og þemað er All American County Fair. Keppnirnar eru tvenns konar, annars vegar chili-keppni sem opin er öllum veitingahúsum og hins vegar bökukeppni sem opin er almenningi. Bökur eru afar vinsælar í Bandaríkjunum og eru nokkrar útgáfur til af ekta, bandarískum bökum. Ein þeirra er svokölluð Key Lime-baka og á rætur sínar að rekja til Flórída Keys í Bandaríkjunum. Þar voru engir ísskápar þangað til Overseas-þjóðvegurinn var tekinn í notkun árið 1938 og því þurftu bakarar að nota dósamjólk í baksturinn, eða „condensed milk“. Því varð dósamjólkin lykilhráefni í þessari böku Flórída-fylkis. Hefðbundin Key Lime-baka 10 hafrakex 1/2 bolli möndlur 6 msk. mjúkt smjör 4 eggjarauður 1 dós „condensed milk“ (fæst vanalega í Kosti) 1/2 bolli súraldinsafi 2 tsk. rifinn súraldinbörkur Þeyttur rjómi ofan á (valfrjálst) Hitið ofninn í 175°C. Myljið kexið í matvinnsluvél og setjið það í miðlungsstóra skál. Myljið möndlurnar í matvinnsluvél og blandið þeim saman við kexmylsnuna. Því næst er smjörinu blandað við og blöndunni ýtt í botninn á tuttugu sentimetra hringlaga formi. Bakið botninn í um það bil tólf mínútur eða þangað til hann er aðeins farinn að brúnast. Leyfið botninum að kólna. Þeytið eggjarauðurnar þangað til þær eru ljósgular og aðeins farnar að þykkna, um það bil tvær mínútur. Minnkið hraðann og bætið „condensed milk“ við. Bætið súraldinsafanum rólega saman við. Blandið síðan berkinum saman við með sleif eða sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og bakið í um það bil fimmtán mínútur þannig að fyllingin sé enn örlítið blaut. Leyfið bökunni að kólna, setjið eitthvað yfir hana og kælið í að minnsta kosti átta klukkustundir. Berið hana fram kalda með þeyttum rjóma ofan á ef vill.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira