Dusta rykið af hljóðfærunum Baldvin Þormóðsson skrifar 26. maí 2014 10:00 Guðmundur Hreiðarsson er einn meðlima brassbandsins. Mynd/Úr einkasafni Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafarvogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brassbandsins. „Stofnmeðlimir skólahljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni tuttugu ára afmælis hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tónleikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brassband Reykjavíkur,“ segir Guðmundur. Brassbandið sker sig úr hefðbundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturshljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumennirnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikarinn og hlær. „Síðan voru þeir látnir spila á lúðra því það voru ódýrustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tónleikum næsta miðvikudag klukkan átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafarvogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brassbandsins. „Stofnmeðlimir skólahljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni tuttugu ára afmælis hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tónleikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brassband Reykjavíkur,“ segir Guðmundur. Brassbandið sker sig úr hefðbundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturshljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumennirnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikarinn og hlær. „Síðan voru þeir látnir spila á lúðra því það voru ódýrustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tónleikum næsta miðvikudag klukkan átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira