Eru dvergar dvergar? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Fréttablaðið birti í vikunni fréttina „Game of Thrones dvergurinn leikur illmennið“ þar sem greint er frá því að leikarinn Peter Dinklage, sem er dvergur, fari með hlutverk vonda kallsins í nýjustu X-men myndinni. Í einhverjum kimum internetsins fór allt á hliðina. Vægast sagt. Það þótti víst argasti dónaskapur að kalla leikarann dverg. Ég átti nokkuð bágt með að gera upp við mig hvar ég stæði í þessari umræðu. Átti ég að móðgast fyrir hönd Peters, sem ég veit að sjálfsögðu ekkert um hvort kunni vel eða illa við að vera kallaður Game of Thrones dvergurinn? Átti ég kannski að móðgast fyrir hönd allra smávaxinna einstaklinga? Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það. Þannig hefur flest vitiborið fólk hætt að nota ósmekkleg orð til að lýsa til dæmis fólki með Downs-heilkenni, geðsjúkdóma eða annað litarhaft þó það þætti sjálfsagt mál fyrir aðeins nokkrum áratugum. Íslenskan gerir okkur hins vegar oft erfitt fyrir í svona stöðu. Á ensku er stundum talað um „lítið fólk“ í stað dverga. Við eigum ekkert slíkt viðurkennt hugtak. Og til að gera hlutina enn flóknari þá er skoðun smávaxinna einstaklinga á hugtakinu dvergur einnig óþekkt, svo langt sem þekking höfundar nær. En þangað til íslensk málnefnd kemur fram með nýtt orð yfir smávaxna einstaklinga þá erum við föst með orðið dvergur. Og á meðan þeir kvarta ekki yfir þessu hugtaki þá er ekki hægt að halda því fram að það sé neikvætt. Ekkert frekar en að vera samkynhneigður eða af erlendum uppruna. Þetta eru jú bara orð. En ef dvergar vilja ekki vera dvergar þá mega þeir auðvitað vera hvað sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Game of Thrones Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Fréttablaðið birti í vikunni fréttina „Game of Thrones dvergurinn leikur illmennið“ þar sem greint er frá því að leikarinn Peter Dinklage, sem er dvergur, fari með hlutverk vonda kallsins í nýjustu X-men myndinni. Í einhverjum kimum internetsins fór allt á hliðina. Vægast sagt. Það þótti víst argasti dónaskapur að kalla leikarann dverg. Ég átti nokkuð bágt með að gera upp við mig hvar ég stæði í þessari umræðu. Átti ég að móðgast fyrir hönd Peters, sem ég veit að sjálfsögðu ekkert um hvort kunni vel eða illa við að vera kallaður Game of Thrones dvergurinn? Átti ég kannski að móðgast fyrir hönd allra smávaxinna einstaklinga? Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það. Þannig hefur flest vitiborið fólk hætt að nota ósmekkleg orð til að lýsa til dæmis fólki með Downs-heilkenni, geðsjúkdóma eða annað litarhaft þó það þætti sjálfsagt mál fyrir aðeins nokkrum áratugum. Íslenskan gerir okkur hins vegar oft erfitt fyrir í svona stöðu. Á ensku er stundum talað um „lítið fólk“ í stað dverga. Við eigum ekkert slíkt viðurkennt hugtak. Og til að gera hlutina enn flóknari þá er skoðun smávaxinna einstaklinga á hugtakinu dvergur einnig óþekkt, svo langt sem þekking höfundar nær. En þangað til íslensk málnefnd kemur fram með nýtt orð yfir smávaxna einstaklinga þá erum við föst með orðið dvergur. Og á meðan þeir kvarta ekki yfir þessu hugtaki þá er ekki hægt að halda því fram að það sé neikvætt. Ekkert frekar en að vera samkynhneigður eða af erlendum uppruna. Þetta eru jú bara orð. En ef dvergar vilja ekki vera dvergar þá mega þeir auðvitað vera hvað sem er.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun