Draumaliðinu stillt upp Álfrún Pálsdóttir skrifar 20. maí 2014 12:00 Þá er tíminn genginn í garð. Tíminn þegar strætóskýlin eru veggfóðruð með fagurlega fótósjoppuðum andlitum. Sem, með sólskinsbrosi eða traustvekjandi augnaráði, eru að reyna að sannfæra mann um að skynsamlegt sé ráða þau í vinnu. Næstu tvær vikurnar einkennast af vinabeiðnum á samskiptamiðlum frá ókunnugu liði í atkvæðaleit og heilu flokkunum sem eru búnir að uppgötva mátt nýrra samskiptamiðla. Ég er einmitt þetta óákveðna og óflokksbundna atkvæði sem þessir einstaklingar eru að reyna að næla í. Einhver sem hefur ekki alltaf kosið það sama og er tilbúin að hlusta á kosningaloforð. Ef það væri nú aðeins betri ferilskrá með kosningaloforðum í gegnum tíðina, en það er önnur saga. Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig. Þó að mér lítist kannski vel á einn frambjóðanda þýðir ekki endilega það sama fyrir samflokksmann hans í næsta sæti á listanum. Frír ís eða hamborgarar, ókeypis leikskólar (sem væri reyndar frábært), heimalagaður matur eða skemmtanahald allan sólarhringinn er ekki að auðvelda mér valið eða sannfæra mig. Það væri allt miklu auðveldara ef maður fengi að kjósa persónur í stað flokka. Í stað þess að gera eitt x á atkvæðaseðil yrðu kosningarnar eins og þessi blessaða Fantasy-keppni sem boltafólkið er vitlaust í. Búðu til þína draumaborgarstjórn, ég sé herferðina fyrir mér. Ísinn, blöðrurnar og pönnukökurnar væru óþarfar. Ég væri allavega ekki í erfiðleikum með að stilla upp mínu liði til sigurs. Fullt af góðu fólki, og þvert á flokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Þá er tíminn genginn í garð. Tíminn þegar strætóskýlin eru veggfóðruð með fagurlega fótósjoppuðum andlitum. Sem, með sólskinsbrosi eða traustvekjandi augnaráði, eru að reyna að sannfæra mann um að skynsamlegt sé ráða þau í vinnu. Næstu tvær vikurnar einkennast af vinabeiðnum á samskiptamiðlum frá ókunnugu liði í atkvæðaleit og heilu flokkunum sem eru búnir að uppgötva mátt nýrra samskiptamiðla. Ég er einmitt þetta óákveðna og óflokksbundna atkvæði sem þessir einstaklingar eru að reyna að næla í. Einhver sem hefur ekki alltaf kosið það sama og er tilbúin að hlusta á kosningaloforð. Ef það væri nú aðeins betri ferilskrá með kosningaloforðum í gegnum tíðina, en það er önnur saga. Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig. Þó að mér lítist kannski vel á einn frambjóðanda þýðir ekki endilega það sama fyrir samflokksmann hans í næsta sæti á listanum. Frír ís eða hamborgarar, ókeypis leikskólar (sem væri reyndar frábært), heimalagaður matur eða skemmtanahald allan sólarhringinn er ekki að auðvelda mér valið eða sannfæra mig. Það væri allt miklu auðveldara ef maður fengi að kjósa persónur í stað flokka. Í stað þess að gera eitt x á atkvæðaseðil yrðu kosningarnar eins og þessi blessaða Fantasy-keppni sem boltafólkið er vitlaust í. Búðu til þína draumaborgarstjórn, ég sé herferðina fyrir mér. Ísinn, blöðrurnar og pönnukökurnar væru óþarfar. Ég væri allavega ekki í erfiðleikum með að stilla upp mínu liði til sigurs. Fullt af góðu fólki, og þvert á flokka.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun