Vegleg sýning á verkum íslenskra stjarna í myndlistarheiminum Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. maí 2014 10:00 Verk á sýningunni eftir Helga Þorgils. Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira