Guðrún er stolt af skeggi sínu 14. maí 2014 09:00 Guðrún Mobus Bernharðs litaði skeggið og málaði til heiðurs Conchitu Wurst, sigurvegara Eurovision. mynd/einkasafn „Það eru auðvitað ýmsar skeggtoganir um þetta en mér finnst Conchita ógeðslega flott,“ segir Guðrún Mobus Bernharðs en hún ákvað að skarta alskeggi til heiðurs hinni austurrísku Conchita Wurst, sem sigraði Eurovison-keppnina um liðna helgi. Guðrún, sem er 34 ára gömul, hefur verið ófeimin við að skarta skeggi undanfarin ár enda sprettur það og fer sínar eigin leiðir. „Mér fannst skeggvöxturinn óþægilegur til að byrja með, það var mikil pressa á mér og margir gerðu ráð fyrir því að ég væri í hormónameðferð eftir að ég leyfði skegginu að vaxa,“ segir Guðrún. Hún fór í leisermeðferð sem lauk fyrir um það bil þremur árum í von um að útrýma skeggvextinum. „Vöxturinn minnkaði eftir meðferðina en í dag leyfi ég skegginu að vaxa og dafna og skammast mín ekki neitt.“ Guðrún er ánægð með að sigurvegari Eurovision komi úr annars konar flóru. „Mér finnst þetta frábært, því sigur Conchitu opnar augu fólks fyrir því að fólk er ekki bara svart og hvítt. Við erum misjöfn eins og við erum mörg.“Guðrún Mobus Bernharðs og Rakel Snorradóttir vinkona hennar á góðri stundu. Rakel skartaði máluðu skeggi í Roller Derby leik daginn eftir sigur Conchitu Wurs.mynd/einkasafnHún segist þó finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá fólki hér á landi. „Svona er samt lífið og tilveran, ég bara fæddist svona og það er ástæðan fyrir því að ég er með skegg.“ Eins og fyrr segir litaði hún skegg sitt með eyeliner og málaði til að gera það greinilegra til heiðurs Conchitu. „Mig langaði bara að gera þetta og sá sem tjáir sig um mitt persónulega útlit á niðrandi máta og er ekki náinn mér eins og fjölskylduvinur og þess háttar, á í raun bara bágt myndi ég segja,“ segir Guðrún. „Mér finnst frábært hvað Íslendingar eru orðnir jákvæðir og opnir og tilbúnir að fræðast um næsta í stað þess að bindast fordómum, enda eru fordómar heftandi, eins og Pollapönkarar gera sér fyllilega grein fyrir. Ég er stolt af þeim,“ útskýrir Guðrún. Eurovision Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Það eru auðvitað ýmsar skeggtoganir um þetta en mér finnst Conchita ógeðslega flott,“ segir Guðrún Mobus Bernharðs en hún ákvað að skarta alskeggi til heiðurs hinni austurrísku Conchita Wurst, sem sigraði Eurovison-keppnina um liðna helgi. Guðrún, sem er 34 ára gömul, hefur verið ófeimin við að skarta skeggi undanfarin ár enda sprettur það og fer sínar eigin leiðir. „Mér fannst skeggvöxturinn óþægilegur til að byrja með, það var mikil pressa á mér og margir gerðu ráð fyrir því að ég væri í hormónameðferð eftir að ég leyfði skegginu að vaxa,“ segir Guðrún. Hún fór í leisermeðferð sem lauk fyrir um það bil þremur árum í von um að útrýma skeggvextinum. „Vöxturinn minnkaði eftir meðferðina en í dag leyfi ég skegginu að vaxa og dafna og skammast mín ekki neitt.“ Guðrún er ánægð með að sigurvegari Eurovision komi úr annars konar flóru. „Mér finnst þetta frábært, því sigur Conchitu opnar augu fólks fyrir því að fólk er ekki bara svart og hvítt. Við erum misjöfn eins og við erum mörg.“Guðrún Mobus Bernharðs og Rakel Snorradóttir vinkona hennar á góðri stundu. Rakel skartaði máluðu skeggi í Roller Derby leik daginn eftir sigur Conchitu Wurs.mynd/einkasafnHún segist þó finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá fólki hér á landi. „Svona er samt lífið og tilveran, ég bara fæddist svona og það er ástæðan fyrir því að ég er með skegg.“ Eins og fyrr segir litaði hún skegg sitt með eyeliner og málaði til að gera það greinilegra til heiðurs Conchitu. „Mig langaði bara að gera þetta og sá sem tjáir sig um mitt persónulega útlit á niðrandi máta og er ekki náinn mér eins og fjölskylduvinur og þess háttar, á í raun bara bágt myndi ég segja,“ segir Guðrún. „Mér finnst frábært hvað Íslendingar eru orðnir jákvæðir og opnir og tilbúnir að fræðast um næsta í stað þess að bindast fordómum, enda eru fordómar heftandi, eins og Pollapönkarar gera sér fyllilega grein fyrir. Ég er stolt af þeim,“ útskýrir Guðrún.
Eurovision Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira