Frábær stökkpallur fyrir íslenskar myndir Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. maí 2014 11:30 Hátíðin festir sig í sessi Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er einn þeirra sem standa að Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. fréttablaðið/Stefán „Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um Skjaldborgarhátíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpallur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni.Heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár er rússneski heimildarmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimildarmyndagerð. Nokkrar myndir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlaunamyndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár. RIFF Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um Skjaldborgarhátíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpallur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni.Heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár er rússneski heimildarmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimildarmyndagerð. Nokkrar myndir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlaunamyndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár.
RIFF Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira