„Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 10:39 Snæbjörn heldur að Pollapönkarar hafi haft áhrif á ansi marga. Mynd/Eurovision „Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæbjörn íslenska hópinn hæstánægðan með það. „Hún er algerlega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Pollapönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flestir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verkefnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risastórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póstum þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínugulan lit aftur án þess að fá Eurovision-fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn.Conchita, sigurvegari Eurovision í ár.Mynd/eurovisionTippuðu á 16. sæti Þjóðarpúls Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 7. til 9. maí á viðhorfi Íslendinga til lagsins Enga fordóma. Úrtaksstærð var fjórtán hundruð einstaklingar átján ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 46,1 prósent. Þátttakendur voru meðal annars spurðir í hvaða sæti þeir héldu að Ísland myndi lenda í keppninni. 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Aðeins 2% héldu að Pollapönkarar myndu sigra en 5% stóðu í þeirri trú að þeir myndu enda í síðasta sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Af þeim sem svöruðu tóku 89% afstöðu til spurningarinnar. 16. sætið hefur fylgt Íslendingum en við höfum þrisvar sinnum lent í því sæti í aðalkeppninni – árið 1986, 1987 og 1988. Þá lenti framlag Selmu Björnsdóttur, If I had your love, í 16. sæti í undankeppninni árið 2005 og komst ekki í úrslit. Í netkönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvernig þeim líkaði framlag Íslands. 18% voru að öllu leyti ánægð með lagið, 21% mjög ánægð og 21% frekar ánægð. Þá voru 25% hvorki ánægð né óánægð, 8% frekar óánægð, 5% mjög óánægð og 2% að öllu leyti óánægð. Af þeim sem svöruðu tóku 97% afstöðu til spurningarinnar. Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæbjörn íslenska hópinn hæstánægðan með það. „Hún er algerlega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Pollapönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flestir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verkefnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risastórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póstum þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínugulan lit aftur án þess að fá Eurovision-fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn.Conchita, sigurvegari Eurovision í ár.Mynd/eurovisionTippuðu á 16. sæti Þjóðarpúls Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 7. til 9. maí á viðhorfi Íslendinga til lagsins Enga fordóma. Úrtaksstærð var fjórtán hundruð einstaklingar átján ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 46,1 prósent. Þátttakendur voru meðal annars spurðir í hvaða sæti þeir héldu að Ísland myndi lenda í keppninni. 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Aðeins 2% héldu að Pollapönkarar myndu sigra en 5% stóðu í þeirri trú að þeir myndu enda í síðasta sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Af þeim sem svöruðu tóku 89% afstöðu til spurningarinnar. 16. sætið hefur fylgt Íslendingum en við höfum þrisvar sinnum lent í því sæti í aðalkeppninni – árið 1986, 1987 og 1988. Þá lenti framlag Selmu Björnsdóttur, If I had your love, í 16. sæti í undankeppninni árið 2005 og komst ekki í úrslit. Í netkönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvernig þeim líkaði framlag Íslands. 18% voru að öllu leyti ánægð með lagið, 21% mjög ánægð og 21% frekar ánægð. Þá voru 25% hvorki ánægð né óánægð, 8% frekar óánægð, 5% mjög óánægð og 2% að öllu leyti óánægð. Af þeim sem svöruðu tóku 97% afstöðu til spurningarinnar.
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira