Eurovision slær út jólin Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 10. maí 2014 12:00 Laufey ásamt Færeyingum sem voru í miklu stuði þegar þeir mættu í FÁSES-Íslendingahittinginn fyrir undankeppnina. Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu, en fyrir henni er Eurovision-keppnin aðfangadagur, jóladagur, pakkarnir og jólafötin allt samanlagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision-sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakteríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“Óvænt hjá Pollapönki í kvöld Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðjudag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmtilegt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Íslandi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er enginn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamannafund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. Þörf á aðdáendaklúbbiLaufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitthvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóðasamtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppnina héðan.“Eftir-Eurovision-þunglyndi Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision-keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilningsríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. Gaman að Ísland sé með Laufey hlakkar mikið til laugardagsins og ætlar að njóta keppninnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er alltaf skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“ Eurovision Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu, en fyrir henni er Eurovision-keppnin aðfangadagur, jóladagur, pakkarnir og jólafötin allt samanlagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision-sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakteríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“Óvænt hjá Pollapönki í kvöld Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðjudag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmtilegt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Íslandi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er enginn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamannafund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. Þörf á aðdáendaklúbbiLaufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitthvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóðasamtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppnina héðan.“Eftir-Eurovision-þunglyndi Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision-keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilningsríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. Gaman að Ísland sé með Laufey hlakkar mikið til laugardagsins og ætlar að njóta keppninnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er alltaf skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“
Eurovision Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira