Var Ísland ekki dönsk nýlenda? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. maí 2014 12:00 Ólafur Rastrick: "Íslendingar hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi.“ Vísir/GVA Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira