Var Ísland ekki dönsk nýlenda? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. maí 2014 12:00 Ólafur Rastrick: "Íslendingar hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi.“ Vísir/GVA Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira