Viðskipti erlent

Alvarleg öryggisveila plástruð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þótt valkostum á vaframarkaði hafi í gegn um árin fjölgað mjög er stór hluti tölvunotenda sem heldur sig við Internet Explorer.
Þótt valkostum á vaframarkaði hafi í gegn um árin fjölgað mjög er stór hluti tölvunotenda sem heldur sig við Internet Explorer.
Microsoft hefur gefið út uppfærslu fyrir netvafrann Internet Explorer sem lokar öryggisveilu sem tölvuþrjótar gátu nýtt til að ná fullri stjórn á tölvum.

Einnig var gefin út uppfærsla fyrir notendur Windows XP stýrikerfisins, þrátt fyrir að hugbúnaðarrisinn hafi í síðasta mánuði hætt stuðningi við stýrikerfið.

Microsoft segir vitað um afmarkaðar árásir þar sem gloppan var nýtt, en öryggisveilan hafi náð til útgáfa vafrans frá 6 til 11. Notendur sem kveikt hafa á sjálfvirkum uppfærslum þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×