Leikur í sjóðheitri kynlífssenu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 08:00 Þórunni leið afar vel á setti Borgríkis II. Mynd/Hörður Ásbjörnsson „Ég leik hjákonu aðalglæpamannsins Sergej, sem leikinn er af Zlatko Krickic. Týpan sem ég leik er töffari sem er alltaf að hanga með glæponum. Ég hugsaði vel og lengi hvort ég ætti að taka að mér þetta hlutverk. Ég er frekar fáklædd en sýni nú ekki mikið hold,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Hún leikur í kvikmyndinni Borgríki II – Blóð hraustra manna sem frumsýnd verður í október. Í myndinni leikur Þórunn meðal annars í ástarsenu með fyrrverandi glamúrmódelinu Ernu Gunnþórsdóttur og fyrrnefndum Zlatko. „Þetta er sem sagt eldheit ástarsena. Við erum ekki tvö í henni heldur þrjú. Ég hef ekki leikið í slíkri senu áður nema í einhverju gríni með Steinda jr. í Steindanum okkar. Það var auðvitað allt, allt öðruvísi nálgun,“ segir Þórunn. „Þetta er vandmeðfarin sena og ég hugsaði vel um hvort ég ætti að gera þetta eða ekki. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta þjónaði tilgangi í sögunni í flottri bíómynd þannig að ég ákvað að slá til. Ég hitti leikstjórann, Ólaf DeFleur, og treysti honum strax fyrir þessu,“ bætir Þórunn við en játar að það hafi verið örlítið sérstakt að taka senuna upp. „Það var mjög undarlegt að mæta í vinnuna og þurfa að vera uppi í rúmi heilan dag með tveimur einstaklingum. En um leið og maður hættir að flækja þetta, því þetta er bara atriði í bíómynd, þá var þetta mjög skemmtilegt og ekkert mál. Það er alltaf gaman að víkka sjóndeildarhringinn. Lífið er stutt og það er um að gera að slá til og gera eitthvað af þessu tagi ef mann langar og líður vel með það. Þarna var líka fagfólk í hverju einasta horni.“ Þórunn hefur ekki séð senuna en hlakkar vissulega til að sjá kvikmyndina í haust. „Ég treysti klippurunum og fagfólkinu algjörlega hundrað prósent. Maður verður að leggja sig í hendurnar á þeim ef maður ætlar að gera þetta. Ég leik konu sem er óhrædd og allt öðruvísi týpa en ég. Það er skemmtilegast. Að fá að skella sér í einhvern búning. Ég myndi ekki sjá sjálfa mig fyrir mér í svipaðri senu. Ég er ekki mikið í „threesome“ með útlenskum glæpamönnum,“ segir Þórunn og skellihlær. Þórunn gengur nú með sitt fyrsta barn og er hálfnuð með meðgönguna. „Þegar myndin kemur út í haust verð ég nýbökuð móðir. Þá verð ég örugglega fegin að sjá gamla, góða líkamann minn í flottu formi á hvíta tjaldinu,“ segir Þórunn á léttu nótunum. Hún slær ekki slöku við og er með mörg járn í eldinum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu sem ég vinn með Bjarna í Mínus og Halli Ingólfssyni. Ég er ekki komin með útgáfudag en hún er alveg að verða tilbúin. Síðan er ég með Íslenska listann sem er vikulegur sjónvarps- og útvarpsþáttur. Ég er alltaf með einhver járn í eldinum og er vakandi fyrir tækifærum. Ef einhvern vantar ólétta konu í hlutverk er ég geim.“ Tengdar fréttir Andrea hefur púslað lífi sínu saman Ágústa Eva fer með hlutverk Andreu í Borgríki II. 20. apríl 2014 09:00 Hilmir Snær leikur harðan nagla Glænýtt plakat fyrir myndina Borgríki II. 16. apríl 2014 14:30 Frumsýning: Stikla úr Borgríki II Annað sýnishornið úr kvikmyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna fylgir fréttinni. 22. apríl 2014 11:32 Ingvar hyggur á hefndir Leikur Gunnar í Borgríki II. 19. apríl 2014 10:00 Siggi er spilltur yfirmaður fíkniefnadeildarinnar Sigurður Sigurjónsson leikur í Borgríki II - Blóð hraustra manna. 18. apríl 2014 12:00 Zlatko snýr aftur sem Sergej Vísir sýnir fyrst allra miðla sex plaköt fyrir kvikmyndina Borgríki II. 17. apríl 2014 17:31 Hefur alltaf lifað í skugga föður síns Darri Ingólfsson leikur aðalhlutverkið í Borgríki II. 21. apríl 2014 09:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég leik hjákonu aðalglæpamannsins Sergej, sem leikinn er af Zlatko Krickic. Týpan sem ég leik er töffari sem er alltaf að hanga með glæponum. Ég hugsaði vel og lengi hvort ég ætti að taka að mér þetta hlutverk. Ég er frekar fáklædd en sýni nú ekki mikið hold,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Hún leikur í kvikmyndinni Borgríki II – Blóð hraustra manna sem frumsýnd verður í október. Í myndinni leikur Þórunn meðal annars í ástarsenu með fyrrverandi glamúrmódelinu Ernu Gunnþórsdóttur og fyrrnefndum Zlatko. „Þetta er sem sagt eldheit ástarsena. Við erum ekki tvö í henni heldur þrjú. Ég hef ekki leikið í slíkri senu áður nema í einhverju gríni með Steinda jr. í Steindanum okkar. Það var auðvitað allt, allt öðruvísi nálgun,“ segir Þórunn. „Þetta er vandmeðfarin sena og ég hugsaði vel um hvort ég ætti að gera þetta eða ekki. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta þjónaði tilgangi í sögunni í flottri bíómynd þannig að ég ákvað að slá til. Ég hitti leikstjórann, Ólaf DeFleur, og treysti honum strax fyrir þessu,“ bætir Þórunn við en játar að það hafi verið örlítið sérstakt að taka senuna upp. „Það var mjög undarlegt að mæta í vinnuna og þurfa að vera uppi í rúmi heilan dag með tveimur einstaklingum. En um leið og maður hættir að flækja þetta, því þetta er bara atriði í bíómynd, þá var þetta mjög skemmtilegt og ekkert mál. Það er alltaf gaman að víkka sjóndeildarhringinn. Lífið er stutt og það er um að gera að slá til og gera eitthvað af þessu tagi ef mann langar og líður vel með það. Þarna var líka fagfólk í hverju einasta horni.“ Þórunn hefur ekki séð senuna en hlakkar vissulega til að sjá kvikmyndina í haust. „Ég treysti klippurunum og fagfólkinu algjörlega hundrað prósent. Maður verður að leggja sig í hendurnar á þeim ef maður ætlar að gera þetta. Ég leik konu sem er óhrædd og allt öðruvísi týpa en ég. Það er skemmtilegast. Að fá að skella sér í einhvern búning. Ég myndi ekki sjá sjálfa mig fyrir mér í svipaðri senu. Ég er ekki mikið í „threesome“ með útlenskum glæpamönnum,“ segir Þórunn og skellihlær. Þórunn gengur nú með sitt fyrsta barn og er hálfnuð með meðgönguna. „Þegar myndin kemur út í haust verð ég nýbökuð móðir. Þá verð ég örugglega fegin að sjá gamla, góða líkamann minn í flottu formi á hvíta tjaldinu,“ segir Þórunn á léttu nótunum. Hún slær ekki slöku við og er með mörg járn í eldinum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu sem ég vinn með Bjarna í Mínus og Halli Ingólfssyni. Ég er ekki komin með útgáfudag en hún er alveg að verða tilbúin. Síðan er ég með Íslenska listann sem er vikulegur sjónvarps- og útvarpsþáttur. Ég er alltaf með einhver járn í eldinum og er vakandi fyrir tækifærum. Ef einhvern vantar ólétta konu í hlutverk er ég geim.“
Tengdar fréttir Andrea hefur púslað lífi sínu saman Ágústa Eva fer með hlutverk Andreu í Borgríki II. 20. apríl 2014 09:00 Hilmir Snær leikur harðan nagla Glænýtt plakat fyrir myndina Borgríki II. 16. apríl 2014 14:30 Frumsýning: Stikla úr Borgríki II Annað sýnishornið úr kvikmyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna fylgir fréttinni. 22. apríl 2014 11:32 Ingvar hyggur á hefndir Leikur Gunnar í Borgríki II. 19. apríl 2014 10:00 Siggi er spilltur yfirmaður fíkniefnadeildarinnar Sigurður Sigurjónsson leikur í Borgríki II - Blóð hraustra manna. 18. apríl 2014 12:00 Zlatko snýr aftur sem Sergej Vísir sýnir fyrst allra miðla sex plaköt fyrir kvikmyndina Borgríki II. 17. apríl 2014 17:31 Hefur alltaf lifað í skugga föður síns Darri Ingólfsson leikur aðalhlutverkið í Borgríki II. 21. apríl 2014 09:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Andrea hefur púslað lífi sínu saman Ágústa Eva fer með hlutverk Andreu í Borgríki II. 20. apríl 2014 09:00
Frumsýning: Stikla úr Borgríki II Annað sýnishornið úr kvikmyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna fylgir fréttinni. 22. apríl 2014 11:32
Siggi er spilltur yfirmaður fíkniefnadeildarinnar Sigurður Sigurjónsson leikur í Borgríki II - Blóð hraustra manna. 18. apríl 2014 12:00
Zlatko snýr aftur sem Sergej Vísir sýnir fyrst allra miðla sex plaköt fyrir kvikmyndina Borgríki II. 17. apríl 2014 17:31
Hefur alltaf lifað í skugga föður síns Darri Ingólfsson leikur aðalhlutverkið í Borgríki II. 21. apríl 2014 09:00