Slysið á Everest setti strik í reikninginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 09:15 Baltasar Kormákur er kominn heim eftir tökur á stórmyndinni Everest. Nordicphotos/Getty „Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015. Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015.
Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00
Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44
Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19
Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45