<3 Beggi í Sóldögg Snærós Sindradóttir skrifar 19. apríl 2014 07:00 Árið 1999 fékk ég, sjö ára gömul, að fara á barnaball með Sóldögg í Sjallanum á Akureyri. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég kom inn á Sjallann og spennan var mikil því útvarpi og dagblöðum hafði tekist að stimpla það inn í huga barnsins að Sjallinn væri goðsagnakenndur staður. Mekka íslenskrar stuðmenningar. Ég fór í fylgd barnapíu sem ég man ómögulega hvað heitir. Ég man heldur ekki hvað hún var gömul en hún var yngri en mamma og eldri en ég og það var nóg til þess að ég leit upp til hennar. Mér leiddust tónleikarnir. Sóldögg hafði ekki enn gefið út lagið Svört sól sem átti eftir að verða einkennislag sumarsins sem ég varð ellefu ára og er besta lag sveitarinnar til þessa. Bergsveinn Arilíusson söngvari var frekar mikið nobody í mínum huga og upplifunin var öll frekar klén. Sjallinn reyndist dimmur og leiðinlegur staður með óspennandi sjoppu og lélegu fatahengi. Þegar komið var heim í kommúnuna sem við bjuggum í á Helgamagrastræti lýsti barnapían því fyrir mömmu hvernig Beggi hefði ítrekað horft djúpt í augu hennar meðan á tónleikunum stóð (hún var jú höfðinu hærri en öll börnin í salnum) og að hann væri kynþokkafullur bangsi. Það var nóg til að snúa augnablikinu á hvolf. Bergsveinn Arilíusson var guð. Ég hef aldrei náð að hrista af mér Begga í Sóldögg. Hjartað í mér tekur kipp þegar hann á comeback í ljósvakamiðlunum. Ég fylltist djúpstæðum vonbrigðum þegar hann gaf út sólóplötuna September, árið 2005, því hún var leiðinleg. Ég íhugaði að kaupa mér miða á þjóðhátíð í Eyjum þegar fréttist að hann myndi koma þar fram. Ég hef tekið í höndina á bestu fótboltamönnum Englands, hitt fræga Hollywoodleikara og notað einkavask Micks Jagger án þess að svitna á efri vörinni. En ef það kemur að því að hitta Begga í Sóldögg mun ég verða sjö ára aftur og titrandi röddu segja feimnislega: Má ég fá eiginhandaráritun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Árið 1999 fékk ég, sjö ára gömul, að fara á barnaball með Sóldögg í Sjallanum á Akureyri. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég kom inn á Sjallann og spennan var mikil því útvarpi og dagblöðum hafði tekist að stimpla það inn í huga barnsins að Sjallinn væri goðsagnakenndur staður. Mekka íslenskrar stuðmenningar. Ég fór í fylgd barnapíu sem ég man ómögulega hvað heitir. Ég man heldur ekki hvað hún var gömul en hún var yngri en mamma og eldri en ég og það var nóg til þess að ég leit upp til hennar. Mér leiddust tónleikarnir. Sóldögg hafði ekki enn gefið út lagið Svört sól sem átti eftir að verða einkennislag sumarsins sem ég varð ellefu ára og er besta lag sveitarinnar til þessa. Bergsveinn Arilíusson söngvari var frekar mikið nobody í mínum huga og upplifunin var öll frekar klén. Sjallinn reyndist dimmur og leiðinlegur staður með óspennandi sjoppu og lélegu fatahengi. Þegar komið var heim í kommúnuna sem við bjuggum í á Helgamagrastræti lýsti barnapían því fyrir mömmu hvernig Beggi hefði ítrekað horft djúpt í augu hennar meðan á tónleikunum stóð (hún var jú höfðinu hærri en öll börnin í salnum) og að hann væri kynþokkafullur bangsi. Það var nóg til að snúa augnablikinu á hvolf. Bergsveinn Arilíusson var guð. Ég hef aldrei náð að hrista af mér Begga í Sóldögg. Hjartað í mér tekur kipp þegar hann á comeback í ljósvakamiðlunum. Ég fylltist djúpstæðum vonbrigðum þegar hann gaf út sólóplötuna September, árið 2005, því hún var leiðinleg. Ég íhugaði að kaupa mér miða á þjóðhátíð í Eyjum þegar fréttist að hann myndi koma þar fram. Ég hef tekið í höndina á bestu fótboltamönnum Englands, hitt fræga Hollywoodleikara og notað einkavask Micks Jagger án þess að svitna á efri vörinni. En ef það kemur að því að hitta Begga í Sóldögg mun ég verða sjö ára aftur og titrandi röddu segja feimnislega: Má ég fá eiginhandaráritun?