Vil helst að verkin veki sögur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 "Það er alltaf eitthvað að gerast, eitthvað sem stangast á í grunninn,“ segir Heimir. Fréttablaðið/Vilhelm Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“ Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“
Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira