Jón Daði: "Ég ætla ekki að vera einhver Solskjær" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2014 06:00 Jón Daði Böðvarsson í búningi Viking. Mynd/Úr einkasafni 21 árs gamall Selfyssingur er búinn að vinna hug og hjörtu allra í Stafangri í Noregi, það er allra nema kannski þjálfarans, KjellsJonevret. Jón Daði Böðvarsson hefur skorað þrjú glæsileg mörk í fyrstu þremur umferðum norsku úrvalsdeildarinnar í ár og er markahæsti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki fengið að byrja einn leik.Hollur höfuðverkur „Mér finnst ég vera búinn að spila allt of lítið en það er eitthvað sem ég get ekki breytt því það er bara þjálfarinn sem velur liðið. Ég held að ég setji pressu á hann núna og ég held að karlinn hafi bara gott af því. Þetta er orðinn hollur höfuðverkur fyrir hann,“ segir Jón Daði léttur. Pressan á þjálfarann Kjell Jonevret er orðin svakaleg enda Jón Daði vinsæll meðal bæði fjölmiðlamanna og stuðningsmanna. „Þegar það gengur svona vel þá er athyglin mikil. Ég hef aldrei verið á móti athyglinni þannig að þetta er bara gaman. Það eru allir á því hér að ég eigi að vera í byrjunarliðinu, sem er skiljanlegt þegar það er búið að ganga svona vel,“ segir Jón Daði. Hann vakti fyrst athygli í fyrsta leik þegar hann kom inn á sextán mínútum fyrir leikslok á útivelli á móti Rosenborg og breytti stöðunni úr 0-2 í 2-2 með tveimur flottum mörkum.Yfirvegaðri en í fyrra „Mér finnst ég vera yfirvegaðri inni á vellinum en á síðasta tímabili,“ segir Jón Daði og um síðustu helgi skoraði hann sigurmarkið á móti Lilleström eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Ég ætla samt ekki að vera einhver Solskjær,“ segir Jón Daði hlæjandi, aðspurður hvort hann sé að breytast í svokallaðan „súper-sub“. Jón Daði lítur heldur ekki lengur á sig sem miðjumann. „Ég hef alltaf verið leikmaður sem er úti um allt, úti á báðum köntum eða fyrir aftan framherjann. Það er eins og það sé kominn meiri stöðugleiki hjá mér og að framherjinn sé orðin mín staða. Hún hentar mér best og ég hef náð að klára færin mín mjög vel í fyrstu leikjunum,“ segir Jón Daði.Einn af fimm Íslendingum Hann er einn af fimm íslenskum leikmönnum Viking-liðsins en með liðinu spila einnig Indriði Sigurðsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Daníel Sverrisson. „Ég er ekkert að kvarta yfir því. Það er gott að hafa þennan félagsskap og þetta eru allt fagmenn. Norsararnir eru mjög hrifnir af Íslendingum og þeir hafa mjög góða reynslu af þeim,“ segir Jón Daði. Jón Daði viðurkennir að fyrsta tímabilið hafi verið mikill skóli fyrir sig en þá þurfti hann oftar en ekki að byrja á bekknum. „Það er stórt skref að koma úr svona litlum klúbb eins og á Selfossi og í stóran pakka eins og Viking er. Það tók kannski eitt tímabil fyrir mig að ná áttum og venjast öllu saman. Ég tek allt gott úr því. Mér fannst þetta vera mjög jákvætt tímabil í fyrra þrátt fyrir að spilatíminn hafi ekki verið mikill. Ég lærði alveg gríðarlega mikið og þroskaðist í leiðinni,“ segir Jón Daði. Hann fór meðal annars til íþróttasálfræðings til að hjálpa sér í gegnum mótlætið. „Það var mikið andlega hliðin sem ég þurfti að laga,“ segir Jón Daði og hann er alltaf að reyna að bæta sig.Gerir kærustuna stundum bilaða „Á frídögum fer ég út að æfa því mér líður illa ef ég hreyfi mig ekki. Ég get stundum gert kærustuna mína alveg bilaða með því hvað ég er of metnaðarfullur stundum,“ segir Jón Daði í léttum tón en hann veit vel að stuðningsmennirnir vilja sjá hann í liðinu í næsta leik. „Það sem er búið að vera frábært við þetta, að mér sé búið að ganga svona vel þrátt fyrir að spila svona lítið, er að ég er fá svo mikinn stuðning frá stuðningsmönnunum og almenningi í heild sinni. Það gefur mér alveg þvílíkt sjálfstraust því þá veit ég að ég er að gera góða hluti,“ sagði Jón Daði að lokum. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Fimm Íslendingar komu við sögu í jafntefli gegn meisturunum Viking Stavanger gerði markalaust jafntefli við Noregsmeistara Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 4. apríl 2014 19:12 Hleyp nakin um völlinn ef Jón Daði verður ekki í liðinu Jón Daði Böðvarsson er orðinn stjarna hjá Viking. Hann er búinn að skora öll mörk liðsins í vetur og í gær tryggði hann liðinu sigur á Lilleström. 13. apríl 2014 23:15 Fór af steypunni í atvinnumennsku | Myndband Jón Daði Böðvarsson er einn fimm Íslendinga hjá Viking og var til umfjöllunar á vefsíðu norska blaðsins Aftonbladet. 6. apríl 2014 23:30 Jón Daði hetja Viking Varamaðurinn Jón Daði Böðvarsson tryggði Íslendingaliðinu Viking sætan 0-1 útisigur á Lilleström í dag. 12. apríl 2014 15:22 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
21 árs gamall Selfyssingur er búinn að vinna hug og hjörtu allra í Stafangri í Noregi, það er allra nema kannski þjálfarans, KjellsJonevret. Jón Daði Böðvarsson hefur skorað þrjú glæsileg mörk í fyrstu þremur umferðum norsku úrvalsdeildarinnar í ár og er markahæsti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki fengið að byrja einn leik.Hollur höfuðverkur „Mér finnst ég vera búinn að spila allt of lítið en það er eitthvað sem ég get ekki breytt því það er bara þjálfarinn sem velur liðið. Ég held að ég setji pressu á hann núna og ég held að karlinn hafi bara gott af því. Þetta er orðinn hollur höfuðverkur fyrir hann,“ segir Jón Daði léttur. Pressan á þjálfarann Kjell Jonevret er orðin svakaleg enda Jón Daði vinsæll meðal bæði fjölmiðlamanna og stuðningsmanna. „Þegar það gengur svona vel þá er athyglin mikil. Ég hef aldrei verið á móti athyglinni þannig að þetta er bara gaman. Það eru allir á því hér að ég eigi að vera í byrjunarliðinu, sem er skiljanlegt þegar það er búið að ganga svona vel,“ segir Jón Daði. Hann vakti fyrst athygli í fyrsta leik þegar hann kom inn á sextán mínútum fyrir leikslok á útivelli á móti Rosenborg og breytti stöðunni úr 0-2 í 2-2 með tveimur flottum mörkum.Yfirvegaðri en í fyrra „Mér finnst ég vera yfirvegaðri inni á vellinum en á síðasta tímabili,“ segir Jón Daði og um síðustu helgi skoraði hann sigurmarkið á móti Lilleström eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Ég ætla samt ekki að vera einhver Solskjær,“ segir Jón Daði hlæjandi, aðspurður hvort hann sé að breytast í svokallaðan „súper-sub“. Jón Daði lítur heldur ekki lengur á sig sem miðjumann. „Ég hef alltaf verið leikmaður sem er úti um allt, úti á báðum köntum eða fyrir aftan framherjann. Það er eins og það sé kominn meiri stöðugleiki hjá mér og að framherjinn sé orðin mín staða. Hún hentar mér best og ég hef náð að klára færin mín mjög vel í fyrstu leikjunum,“ segir Jón Daði.Einn af fimm Íslendingum Hann er einn af fimm íslenskum leikmönnum Viking-liðsins en með liðinu spila einnig Indriði Sigurðsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Daníel Sverrisson. „Ég er ekkert að kvarta yfir því. Það er gott að hafa þennan félagsskap og þetta eru allt fagmenn. Norsararnir eru mjög hrifnir af Íslendingum og þeir hafa mjög góða reynslu af þeim,“ segir Jón Daði. Jón Daði viðurkennir að fyrsta tímabilið hafi verið mikill skóli fyrir sig en þá þurfti hann oftar en ekki að byrja á bekknum. „Það er stórt skref að koma úr svona litlum klúbb eins og á Selfossi og í stóran pakka eins og Viking er. Það tók kannski eitt tímabil fyrir mig að ná áttum og venjast öllu saman. Ég tek allt gott úr því. Mér fannst þetta vera mjög jákvætt tímabil í fyrra þrátt fyrir að spilatíminn hafi ekki verið mikill. Ég lærði alveg gríðarlega mikið og þroskaðist í leiðinni,“ segir Jón Daði. Hann fór meðal annars til íþróttasálfræðings til að hjálpa sér í gegnum mótlætið. „Það var mikið andlega hliðin sem ég þurfti að laga,“ segir Jón Daði og hann er alltaf að reyna að bæta sig.Gerir kærustuna stundum bilaða „Á frídögum fer ég út að æfa því mér líður illa ef ég hreyfi mig ekki. Ég get stundum gert kærustuna mína alveg bilaða með því hvað ég er of metnaðarfullur stundum,“ segir Jón Daði í léttum tón en hann veit vel að stuðningsmennirnir vilja sjá hann í liðinu í næsta leik. „Það sem er búið að vera frábært við þetta, að mér sé búið að ganga svona vel þrátt fyrir að spila svona lítið, er að ég er fá svo mikinn stuðning frá stuðningsmönnunum og almenningi í heild sinni. Það gefur mér alveg þvílíkt sjálfstraust því þá veit ég að ég er að gera góða hluti,“ sagði Jón Daði að lokum.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Fimm Íslendingar komu við sögu í jafntefli gegn meisturunum Viking Stavanger gerði markalaust jafntefli við Noregsmeistara Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 4. apríl 2014 19:12 Hleyp nakin um völlinn ef Jón Daði verður ekki í liðinu Jón Daði Böðvarsson er orðinn stjarna hjá Viking. Hann er búinn að skora öll mörk liðsins í vetur og í gær tryggði hann liðinu sigur á Lilleström. 13. apríl 2014 23:15 Fór af steypunni í atvinnumennsku | Myndband Jón Daði Böðvarsson er einn fimm Íslendinga hjá Viking og var til umfjöllunar á vefsíðu norska blaðsins Aftonbladet. 6. apríl 2014 23:30 Jón Daði hetja Viking Varamaðurinn Jón Daði Böðvarsson tryggði Íslendingaliðinu Viking sætan 0-1 útisigur á Lilleström í dag. 12. apríl 2014 15:22 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Fimm Íslendingar komu við sögu í jafntefli gegn meisturunum Viking Stavanger gerði markalaust jafntefli við Noregsmeistara Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 4. apríl 2014 19:12
Hleyp nakin um völlinn ef Jón Daði verður ekki í liðinu Jón Daði Böðvarsson er orðinn stjarna hjá Viking. Hann er búinn að skora öll mörk liðsins í vetur og í gær tryggði hann liðinu sigur á Lilleström. 13. apríl 2014 23:15
Fór af steypunni í atvinnumennsku | Myndband Jón Daði Böðvarsson er einn fimm Íslendinga hjá Viking og var til umfjöllunar á vefsíðu norska blaðsins Aftonbladet. 6. apríl 2014 23:30
Jón Daði hetja Viking Varamaðurinn Jón Daði Böðvarsson tryggði Íslendingaliðinu Viking sætan 0-1 útisigur á Lilleström í dag. 12. apríl 2014 15:22