Hestur leikur aðalhlutverk í myndbandinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:30 Brynhildur er lærður tamningamaður. Mynd/Eva Rut Hjaltadóttir „Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira