Erfði sálmabók ömmu sinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2014 12:30 "Mörg sálmalög hafa lifað um aldir,“ segir Ástvaldur. Fréttablaðið/Valli „Þarna verða sálmar sem ég hef verið að spila og útsetja og gaf út á plötunni Hymnasýn 2011,“ segir Ástvaldur Traustason píanisti um tónleika sína norðan heiða um helgina. Hann verður í Dalvíkurkirkju klukkan 17 á laugardag og í Akureyrarkirkju klukkan 16 á sunnudag. „Ég hafði samband við kirkjurnar fyrir norðan og það var auðsótt mál að fá að flytja efnið þar. Ég hlakka til. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út fyrir borgarmörkin þeirra erinda.“ Ástvaldur er búddaprestur og segir það eflaust þykja skrítið að hann spili kristna sálma í kirkjum í djassútsetningum. „Þetta er svolítið skitsó,“ viðurkennir hann. En hvernig kom þetta til? „Ég erfði sálmasöngbók eftir ömmu mína. Segja má að ég hafi bara rétt snert yfirborðið því efnið er svo mikið að það fór langur tími í að velja úr því. Það er ótrúlegt hvað sálmaarfurinn okkar er sterkur, mörg falleg lög hafa lifað með þjóðinni um aldir. Spurður hvort hann leiki þekkta sálma á tónleikunum svarar Ástvaldur: „Sumir eru vel þekktir, til dæmis Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Svo er ég með þrjá samtímasálma við lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem lést fyrir rúmu ári. Mig langaði að gera honum svolítið hátt undir höfði.“ Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þarna verða sálmar sem ég hef verið að spila og útsetja og gaf út á plötunni Hymnasýn 2011,“ segir Ástvaldur Traustason píanisti um tónleika sína norðan heiða um helgina. Hann verður í Dalvíkurkirkju klukkan 17 á laugardag og í Akureyrarkirkju klukkan 16 á sunnudag. „Ég hafði samband við kirkjurnar fyrir norðan og það var auðsótt mál að fá að flytja efnið þar. Ég hlakka til. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út fyrir borgarmörkin þeirra erinda.“ Ástvaldur er búddaprestur og segir það eflaust þykja skrítið að hann spili kristna sálma í kirkjum í djassútsetningum. „Þetta er svolítið skitsó,“ viðurkennir hann. En hvernig kom þetta til? „Ég erfði sálmasöngbók eftir ömmu mína. Segja má að ég hafi bara rétt snert yfirborðið því efnið er svo mikið að það fór langur tími í að velja úr því. Það er ótrúlegt hvað sálmaarfurinn okkar er sterkur, mörg falleg lög hafa lifað með þjóðinni um aldir. Spurður hvort hann leiki þekkta sálma á tónleikunum svarar Ástvaldur: „Sumir eru vel þekktir, til dæmis Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Svo er ég með þrjá samtímasálma við lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem lést fyrir rúmu ári. Mig langaði að gera honum svolítið hátt undir höfði.“
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira